Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31 31. mars 2005 00:01 Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni. Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni. Fyrir aðeins þremur árum voru sextán sjávarútvegsfyrirtæki þar á skrá og réðu þau yfir u.þ.b. 46 prósentum heildarkvótans en við brotthvarf Samherja lækkar sú tala um u.þ.b. 20 prósent. Fyrirtækin sem eftir verða í Kauphöllinni þegar Samherji fer þaðan eru HB Grandi, Vinnslustöðin og Þormóður rammi - Sæberg. Árið 1992, sem í raun má telja fyrsta ár markaðarins, voru ellefu fyrirtæki skráð í Kauphöllinni og fjölgaði þeim nokkuð jafnt og þétt upp í 75 árið 1999 og var sami fjöldi árið eftir. Síðan hefur þeim fækkað jafnt og þétt niður í 31. Þá er hópur þungavigtarfélaganna orðinn býsna einsleitur, eða fjármálafyrirtæki. KB banki er langstærsta félagið, metinn á 340 milljarða króna, Íslandsbanki er næststærstur, metinn á rúma 150 milljarða og Landsbankinn upp á 130 milljarða eftir nýafstaðið hlutafjárútboð. Lyfjafyrirtækið Actavis er svo í fjorða sæti, metið á tæpa 120 milljarða. Þrátt fyrir mikla fækkun fyrirtækja í Kauphöllinni hefur markaðsvirði þeirra aldrei verið meira en í fyrra þegar það hátt í tvöfaldaðist frá árinu áður. En þrátt fyrir það segja fjárfestar nú að fæð fyrirtækjanna á markaðnum og einhæfni þeirra sé að verða til óþæginda því með þessu móti geti þeir ekki dreift sem skildi áhættu sinni.
Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira