Sölunni á að ljúka í sumar 4. apríl 2005 00:01 Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí. Boðað var til ríkisstjórnarfundar í hádeginu í dag á nokkuð óhefðbundum tíma. Og fundurinn var stuttur, enda aðeins eitt mál á dagskrá: sala Símans. Þegar ráðherra streymdu út af fundinum kom í ljós að ríkisstjórnin hafi fallist á allar tillögur einkavæðingarnefndar um hvernig standa ætti að að sölunni.Henni á að vera lokið í júlí. Selja á allan hlut ríkisins í einu lagi, einum hópi kjölfestufjárfesta, sem mega ekki tengjast fyrirtækjum í samkeppni við Símann. Þeir verða að mynda hópa og enginn einn má eiga meira en 45%. Fyrir árslok 2007 verður að vera búið að setja fyrirtækið á markað og bjóða minnst 30% af hlutafé almenningi til kaups. Söluferlið verður í tveimur þrepum. Á morgun verður auglýst eftir áhugasömum sem skila inn óbindandi tilboðum. Valdir verða úr þeir sem rætt verður við nánar en ekki eru til nákvæmar reglur um söluferlið ennþá, né hversu mikið vægi verðið hefur í tilboðinu. Aðspurður hvort þær aðstæður gætu fræðilega komið upp að hæsta tilboði yrði ekki tekið, ef öðrum skilyrðum er fullnægt betur en hjá öðrum, segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, að ef það kæmi t.d. upp tilvik þar sem hæstbjóðandi segðist ekki ætla að sinna landsbyggðinni neitt, þá fengi sá aðili ekki háa einkunn fyrir þann þátt. En markmiðið er að fá sem hæst verð, félagið verði áfram rekið, þjónustan verði góð við landsbyggðina og grunnnetið verður selt með. Lög eiga að tryggja aðgang annarra að grunnneti Símans. Bertrand Kan, forstjóri Morgan Stanley, segir það hafa hingað til alls staðar tíðkast, þar sem símafyrirtæki hafi verið einkavædd, að selja grunnnetið með fyrirtækinu. Aðspurður af hverju það sé betra segir Kan að til að geta veitt þjónustu sé mikilvægt að hafa yfirráð yfir grunnnetinu til þess að geta boðið upp á nýja þjónustu og tryggt gæði hennar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira