Síminn: Annarlegir hagsmunir? 5. apríl 2005 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira