Seldi hlutabréf í Og Vodafone 13. október 2005 19:01 Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar losuðu sig við hlutabréf sín í Og Vodafone skömmu áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans. Hlutabréfin hefðu gert Björgólf Thor vanhæfan til að bjóða í Símann. Einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans á þriðjudag. Þar eru væntanlegum kjölfestufjárfestum sett ákveðin skilyrði fyrir að mega eignast hlut í Símanum. Á meðal þeirra er að kjölfestufjárfestir fari ekki með eignaraðild, hvorki beina né óbeina, í fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við Símann hér á landi. Björgólfur Thor er einn þeirra fjárfesta sem hvað oftast er nefndur á nafn sem væntanlegur kaupandi Símans, enda kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að sex aðilar, þrír erlendir og þrír innlendir, hafi sett sig í samband við Björgólf. Fyrirtæki tengd Björgólfi, Landsbankinn og Burðarás, hafa hins vegar um langt skeið átt stóran hlut í Og Vodafone sem hefði gert Björgólf vanhæfan í kapphlaupinu um Símann. Um miðjan mars, eða þremur vikum áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag sölunnar, brá hins vegar svo við að Burðarás og Landsbankinn seldu hluti sína í Og Vodafone, og það sama daginn, eða þann 15. mars. Alls seldu þessi fyrirtæki 15 prósenta hlut í Og Vodafone og var söluverðið 2,6 milljarðar króna. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors og fyrirtækja í hans eigu, svarar því afdráttarlaust neitandi aðspurður hvort Björgólfur og hans menn hafi vitað af því að þetta skilyrði yrði sett. Hins vegar segir hann það ekkert launungarmál að þá þegar hafi það verið í umræðunni að þetta yrði eitt skilyrðanna. Hann segir hins vegar að menn hafi talið að nú væri rétti tíminn til að selja og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hagnaðist Björgólfur um á annan milljarð króna við söluna um leið og hann ruddi hindrun úr vegi sem hefði getað komið í veg fyrir að hann eignaðist væna sneið af Landssímanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar losuðu sig við hlutabréf sín í Og Vodafone skömmu áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans. Hlutabréfin hefðu gert Björgólf Thor vanhæfan til að bjóða í Símann. Einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag á sölu Landssímans á þriðjudag. Þar eru væntanlegum kjölfestufjárfestum sett ákveðin skilyrði fyrir að mega eignast hlut í Símanum. Á meðal þeirra er að kjölfestufjárfestir fari ekki með eignaraðild, hvorki beina né óbeina, í fyrirtækjum sem eiga í samkeppni við Símann hér á landi. Björgólfur Thor er einn þeirra fjárfesta sem hvað oftast er nefndur á nafn sem væntanlegur kaupandi Símans, enda kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að sex aðilar, þrír erlendir og þrír innlendir, hafi sett sig í samband við Björgólf. Fyrirtæki tengd Björgólfi, Landsbankinn og Burðarás, hafa hins vegar um langt skeið átt stóran hlut í Og Vodafone sem hefði gert Björgólf vanhæfan í kapphlaupinu um Símann. Um miðjan mars, eða þremur vikum áður en einkavæðingarnefnd kynnti fyrirkomulag sölunnar, brá hins vegar svo við að Burðarás og Landsbankinn seldu hluti sína í Og Vodafone, og það sama daginn, eða þann 15. mars. Alls seldu þessi fyrirtæki 15 prósenta hlut í Og Vodafone og var söluverðið 2,6 milljarðar króna. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors og fyrirtækja í hans eigu, svarar því afdráttarlaust neitandi aðspurður hvort Björgólfur og hans menn hafi vitað af því að þetta skilyrði yrði sett. Hins vegar segir hann það ekkert launungarmál að þá þegar hafi það verið í umræðunni að þetta yrði eitt skilyrðanna. Hann segir hins vegar að menn hafi talið að nú væri rétti tíminn til að selja og hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá hagnaðist Björgólfur um á annan milljarð króna við söluna um leið og hann ruddi hindrun úr vegi sem hefði getað komið í veg fyrir að hann eignaðist væna sneið af Landssímanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira