40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl 10. apríl 2005 00:01 Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira