Almenningur bjóði í Símann 11. apríl 2005 00:01 Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Fréttastjóri Morgunblaðsins telur raunhæfan möguleika á því að almenningur í landinu taki höndum saman og bjóði í Símann. Fólki sé einfaldlega nóg boðið og vilji fá að leysa til sín sína eigin eign. Orri Vigfússon er sannfærður um að hugmyndin geti orðið að veruleika og er reiðubúinn til að leiða hreyfingu almennings. Agnes Bragadóttir, fréttastjóri Morgunblaðsins, fer hörðum orðum um einkavæðingarsögu ríkisins síðustu ára og segir að með sölu Símans standi fyrir dyrum enn eitt þjóðarránið. Hún segir að sér hafi einfaldlega verið nóg boðið þegar hún hafi sett gjörðir og ákvarðanir hins háa Alþingis í sögulegt samhengi upp á síðkastið. Þá hafi henni fundist tilefni til að hún léti einu sinni í sér heyra með sína skoðun. Agnes viðrar í greininni þá hugmynd að almenningur í landinu taki höndum saman, stofni félag og bjóði í 45 prósenta hlut Símans. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Agnes hefur fengið á annað hundrað tölvubréfa, SMS-skilaboð auk ótal símtala. Allir hafi lýst hrifningu sinni á hugmyndinni og margir lofað að leggja fram fé, allt upp í 10 milljónir króna. Agnes segir að fólki sé einfaldlega nóg boðið og það eiga þátt í því að njóta arðsins af eigin köku. „Af hverju skyldi almenningur ekki leysa til sín sína eigin eign? Hvers vegna á eitthvað að koma í veg fyrir það?“ spyr Agnes. Sjálf segist Agnes ekki hafa tíma til að leiða almannahreyfinguna en það er strax komið fram fólk sem vill gera hugmyndina að veruleika. Einn þeirra er Orri Vigfússon sem er sannfærður um að hugmyndin sé raunhæf. Hann hafi haft samband við marga í dag eftir að hafa lesið grein Agnesar, sem sé frábær. Það beri alls staðar að sama brunni, allir séu mjög hrifnir af hugmyndinni. Orri segist viss um að hægt sé að setja saman mjög stóran hóp, eins konar kjölfestuhóp. Agnes telur í ljósi þessara gífurlegu, jákvæðu viðbragða sem hún hefur fengið við grein sinni í dag að það sé alls ekki lengur svo fjarstæðukenndur möguleiki að almenningur taki höndum saman og geri raunhæft tilboð í Símann. Agnes bendir á að ef 20.000 Íslendingar tækju sig til og undirrituðu hlutfjárloforð upp á eina milljón króna hver, sem sé eins og verð einnar bíltíkur, þá myndu safnast 20 milljarðar og hún spyr hvort hægt sé að taka ekki mark á því.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira