Varað við erlendri skuldasöfnun 27. apríl 2005 00:01 "Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til. Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til.
Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira