Methagnaður og kaup á banka 29. apríl 2005 00:01 KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði. Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
KB banki hefur gert bindandi tilboð í breska bankann Singer & Friedlander. Stjórn breska bankans hefur ákveðið að mæla með tilboðinu. Þar með er nánast ekkert sem komið getur í veg fyrir að KB banki kaupi breska bankann. KB banki birti einnig uppgjör sitt í gær og nam hagnaður bankans rúmum ellefu milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins sem er í samræmi við spár. Hagnaður bankans hefur aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi, en inni í hagnaðartölunum er söluhagnaður af Lýsingu og gengishagnaður af breytanlegu skuldabréfi í Bakkavör. Heildareignir bankans eru 1.675 milljarðar króna og með sameiningu við S&F verða eignir bankans um 2.000 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár á tímablinu var 33 prósent. Kaupgengið í viðskiptunum er 316 pens á hlut, en auk þess fá núverandi eigendur arðgreiðslu upp á um 4,25 prósent á hlut. Samkvæmt þessu er verð breska bankans tæpir 65 milljarðar króna, en KB banki á sjálfur 19,5 prósent eða rúma tólf milljarða af því. Með kaupunum verður Bretland, ásamt Danmörku og Íslandi, helsta markaðssvæði bankans. Þar munu eftir kaupin starfa á sjöunda hundrað manns. Í kynningu bankans á uppgjörinu í Stokkhólmi í gær fór Hreiðar Már Sigurðsson yfir uppgjör bankans. Hann sagði afkomuna sýna að bankinn sé á réttri leið. "Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum, þótt það sé vissulega ánægjulegt að sjá heildarkostnað minnka á milli ársfjórðunga. Tekjur aukast á öllum markaðssvæðum. Um 62% af tekjum bankans myndast nú utan Íslands og hefur það hlutfall aldrei verið hærra." Sigurður Einarsson kynnti hins vegar kaup bankans á Singer & Friedlander í London. Hann sagði kaupin í samræmi við stefnu bankans um að efla starfsemi í Bretlandi. "Saman munu Singer & Friedlander mynda sterkari heild með spennandi vaxtarmöguleikum." Tony Shearer, forstjóri S&F, tók í sama streng. Hann sagði bankann hafa góða stöðu á kjarnamörkuðum. "Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu." KB banki þarf ekki að gefa út nýtt hlutafé vegna kaupanna og hefur borð fyrir báru til frekari kaupa á fyrirtækjum. Hreiðar Már sagði á fundinum að fram til þessa hefðu kaup bankans einkennst af því sem hann kallaði kaup Davíðs á Golíat. Hann sagði bankann hafa áhuga á að styrkja stöðu sína á starfssvæðum sínum í Noregi og Finnlandi. Reiknað er með að KB banki taki breska bankann yfir eftir fjóra til fimm mánuði.
Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira