Kári aldrei bjartsýnni 4. maí 2005 00:01 Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Þetta er heldur verri afkoma en búist var við en tap félagsins á sama tímabili í fyrra nam um 760 milljónum íslenskra króna. Félagið tapaði því um 250 milljónum meira í ár en á sama tíma í fyrra. Þá voru tekjur félagsins einnig undir væntingum en þær námu um 9,5 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur um 600 milljónum króna, sem er 30 milljónum króna minna en í fyrra. Kári segir þó að ekki sé hægt að tala um tap heldur fjárfestingu. Það sé svipað því að segja að Kárahnjúkavirkjun sé að tapa tugmilljónum á mánuði. ÍE sé nefnilega að búa til vöru líkt og Kárahnjúkavirkjun stefni að því að framleiða rafmagn. Kári segir ástæður aukins tapreksturs aukin fjárframlög til rannsókna og þróunarvinnu vegna lyfjaþróunar fyrirtækisins. Hann segir þróunina hafa gengið vel og betur en gengur og gerist í iðnaðinum almennt. Þá segir hann að Íslensk erfðagreining hafi nægilegt fé til að fara með öll þau lyf á markað sem unnið er að og að staða fyrirtækisins hafi aldrei verið sterkari. Jafnmikið sé í kassanum nú og í lok síðasta árs, eða u.þ.b. 200 milljónir dollara. Spurður hvenær megi gera ráð fyrir að fyrirtækið fari að skila hagnaði segir Kára það verða þegar fyrsta lyfið fari á markað, eða í kringum 2009. Og Kári er bjartsýnn. Hann segir fyrirtækið aldrei hafa staðið betur og þ.a.l. að ef hann ætti að finna einhverja ástæðu til að vera þunglyndur þá myndi hann leita hennar utan fyrirtækisins en ekki utan. Innlent Viðskipti Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Þetta er heldur verri afkoma en búist var við en tap félagsins á sama tímabili í fyrra nam um 760 milljónum íslenskra króna. Félagið tapaði því um 250 milljónum meira í ár en á sama tíma í fyrra. Þá voru tekjur félagsins einnig undir væntingum en þær námu um 9,5 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi, eða sem nemur um 600 milljónum króna, sem er 30 milljónum króna minna en í fyrra. Kári segir þó að ekki sé hægt að tala um tap heldur fjárfestingu. Það sé svipað því að segja að Kárahnjúkavirkjun sé að tapa tugmilljónum á mánuði. ÍE sé nefnilega að búa til vöru líkt og Kárahnjúkavirkjun stefni að því að framleiða rafmagn. Kári segir ástæður aukins tapreksturs aukin fjárframlög til rannsókna og þróunarvinnu vegna lyfjaþróunar fyrirtækisins. Hann segir þróunina hafa gengið vel og betur en gengur og gerist í iðnaðinum almennt. Þá segir hann að Íslensk erfðagreining hafi nægilegt fé til að fara með öll þau lyf á markað sem unnið er að og að staða fyrirtækisins hafi aldrei verið sterkari. Jafnmikið sé í kassanum nú og í lok síðasta árs, eða u.þ.b. 200 milljónir dollara. Spurður hvenær megi gera ráð fyrir að fyrirtækið fari að skila hagnaði segir Kára það verða þegar fyrsta lyfið fari á markað, eða í kringum 2009. Og Kári er bjartsýnn. Hann segir fyrirtækið aldrei hafa staðið betur og þ.a.l. að ef hann ætti að finna einhverja ástæðu til að vera þunglyndur þá myndi hann leita hennar utan fyrirtækisins en ekki utan.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira