Ekki verði gripið til séraðgerða 13. október 2005 19:12 Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd í janúar til að fjalla um áhrif hás gengis krónunnar á sjávarútveginn. Það má segja að niðurstöður nefndarinnar séu að einhverju leyti bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir greinina. Árni segir að greinilegt sé að ástandið hafi haft mjög slæm áhrif á rekstur sjávarútvegsins og til lengri tíma litið sé slík rekstarniðurstaða ekki viðunandi. Hún sé hins vegar ekki verri á fyrsta ársfjórðungi þess árs heldur en á síðasta áratug og það sýni hvað greinin hafi styrkst mikið. Skýrsluhöfundar telja ástandið tímabundið og því sé ekki ástæða til að grípa til sértækra aðgerða. Ekki er lagt til að hróflað verði við veiðigjaldinu sem lagt var á í fyrsta sinn á yfirstandandi fiskveiðiári og lagst er gegn því að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans, hann verði að reyna að halda verðbólgunni í skefjum þótt vaxtahækkanir hans hækki gengi krónunnar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hreinn hagnaður af sjávarútveginum aðeins 2 prósent sem þykir mjög lélegt. En eru erfið skilyrði útflutningsgreina ekki fórnarkostnaður sem vitað var að þyrfti að greiða þegar ákveðið var að ráðast í stóriðjuframkvæmdir fyrir austan? Árni segir að að sínu mati séu ástæðurnar fyrir hágenginu ekki svo mjög framkvæmdirnar fyrir austan heldur samkeppni á íbúðalánamarkaði og miðað við þær breytingar sem þar hafi orðið, sem séu margar mjög jákvæðar, geti vel verið að menn telji þetta viðunandi fórnarkostnað þegar litið verði til baka síðar meir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd í janúar til að fjalla um áhrif hás gengis krónunnar á sjávarútveginn. Það má segja að niðurstöður nefndarinnar séu að einhverju leyti bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir greinina. Árni segir að greinilegt sé að ástandið hafi haft mjög slæm áhrif á rekstur sjávarútvegsins og til lengri tíma litið sé slík rekstarniðurstaða ekki viðunandi. Hún sé hins vegar ekki verri á fyrsta ársfjórðungi þess árs heldur en á síðasta áratug og það sýni hvað greinin hafi styrkst mikið. Skýrsluhöfundar telja ástandið tímabundið og því sé ekki ástæða til að grípa til sértækra aðgerða. Ekki er lagt til að hróflað verði við veiðigjaldinu sem lagt var á í fyrsta sinn á yfirstandandi fiskveiðiári og lagst er gegn því að gripið verði inn í aðgerðir Seðlabankans, hann verði að reyna að halda verðbólgunni í skefjum þótt vaxtahækkanir hans hækki gengi krónunnar. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hreinn hagnaður af sjávarútveginum aðeins 2 prósent sem þykir mjög lélegt. En eru erfið skilyrði útflutningsgreina ekki fórnarkostnaður sem vitað var að þyrfti að greiða þegar ákveðið var að ráðast í stóriðjuframkvæmdir fyrir austan? Árni segir að að sínu mati séu ástæðurnar fyrir hágenginu ekki svo mjög framkvæmdirnar fyrir austan heldur samkeppni á íbúðalánamarkaði og miðað við þær breytingar sem þar hafi orðið, sem séu margar mjög jákvæðar, geti vel verið að menn telji þetta viðunandi fórnarkostnað þegar litið verði til baka síðar meir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira