Vill reisa álver á Norðurlandi 17. maí 2005 00:01 Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur lýst formlega áhuga sínum á að reisa álver á Norðurlandi. Fyrirtækið hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem lýst er áhuga á að vinna með íslenskum stjórnvöldum og sveitarfélögum á Norðurlandi að hugsanlegri byggingu álvers þar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti bréfið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í bréfinu kemur fram að stjórnendur Alcoa geri sér grein fyrir því, að framkvæmdir við hugsanlegt álver fyrir norðan geti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi árið 2008 vegna stöðu annarra framkvæmda hér á landi. Einnig sé ljóst að verkefnið verði að vera áfangaskipt. Að sögn Valgerðar nefnir Alcoa ekki tiltekna stærð eða staðsetningu en hún segir að þetta sé í fyrsta skipti sem formlegt erindi berist frá álfélagi um byggingu álvers á Norðurlandi. Hún sagði við Morgunblaðið að hún hefði ætlað að kynna minnisblað á ríkisstjórnarfundinum um stöðu undirbúnings og rannsókna vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, sem hún og gerði, en hún kynnti þetta bréf einnig á fundinum, enda væri málið komið á nýtt stig eftir að þetta formlega erindi barst. Valgerður segir að margvíslegar rannsóknir þurfi að fara fram og bera þurfi saman upplýsingar áður en fagfjárfestirinn geti tekið ákvörðun sína. Þó liggi t.d. fyrir að á Húsavík sé góð hafnaraðstaða og bærinn hafi margt fram að færa. Rannsóknir hafi einnig farið fram í Eyjafirði en í Skagafirði séu rannsóknir hins vegar skemmra á veg komnar. Valgerður sagði að tímasetningin 2008 henti í sjálfu sér ekki illa því þá sé gert ráð fyrir að fjórða áfanga stækkunar Grundartangaálversins verði lokið og starfsemi hafin í álverinu í Reyðarfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira