Eignatengslum breytt vegna tilboðs 18. maí 2005 00:01 Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira