Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi 28. maí 2005 00:01 Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira