Búnaðarbanki ekki í ársreikningi 28. júní 2005 00:01 Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Eignarhlutar þýska bankans Hauck&Aufhäuser í Búnaðarbankanum er ekki getið í ársreikningi hans eins og gefið var í skyn í tilkynningu frá bankanum á mánudag sem var send fjölmiðlum á ensku og íslensku. Þegar tilkynningarnar tvær eru bornar saman er í ensku tilkynningunni sagt að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Í íslensku þýðingunni er hins vegar sagt að bréfin hafi verið "bókuð í ársreikningi bankans.". Í ársreikningi þýska bankans er hlutarins í Eglu eða Búnaðarbankanum hins vegar ekki getið með beinum hætti hvorki fyrir árið 2003 né fyrir árið 2004. "Yfirlýsing Hauck&Afhäuser á mánudag varð til með þeim hætti að fyrirsvarsmenn Eglu áttu samtöl við fyrirsvarsmenn þýska bankans og upplýstu þá um umræðuna sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum hérlendis á undanförnum vikum, þar sem meðal annars er dregið í efa eignarhald þeirra á hlutum í Eglu. Í kjölfar þessa ákvað þýski bankinn að senda frá sér sína yfirlýsingu," segir Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Eglu. Guðmundur Hjaltason, endurskoðandi og framkvæmdastjóri Eglu, mun að eigin sögn hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á íslensku og fyrirtækið Athygli sá svo um að koma tilkynningunum til fjölmiðla. Árni Þórður Jónsson hjá Athygli segir að fyrirtækið hafi aðeins séð um að senda tilkynninguna en segist ekki vita hver skrifaði hana. "Tilkynningunni var snarað yfir á íslensku til þess að hún kæmist til fjölmiðla sem fyrst. Ef áhöld eru uppi um ónákvæmni í þýðingunni þá er ekki við þýska bankann að sakast," segir Kristinn. Í tilkynningunni kemur ekkert fram um hvort þýski bankinn hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins í Búnaðarbankanum. Kristinn segir að í samtölum við fyrirsvarsmenn þýska bankans hafi verið ljóst að eignir voru færðar í efnahag bankans undir veltubók og eðlilegt væri að fyrirsvarsmenn bankans myndu staðfesta það.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Viðskipti Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira