Búum okkur undir erfiðan leik 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. „Rússar eru mikil fótboltaþjóð og við búum okkur undir það að þetta verði erfið viðureign. Við ætlum að fara í hana af fullum krafti og með mikið sjálfstraust. Annars þekki ég þetta lið lítið, hef reynt mikið að fá upplýsingar um þetta lið en það virðist vera alveg ómögulegt," sagði Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Hvíta-Rússlandi klukkan tvö í dag. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Svíþjóð sigurstranglegasta liðið „Það er nokkuð ljóst að Svíþjóð er sigurtranglegasta þjóðin enda hefur liðið verið að leika um verðlaun á síðustu stórmótum og er eitt besta lið í heiminum. Besta félagsdeild í heimi í kvennaboltanum er einmitt í Svíþjóð og flestir reikna með því að þær vinni þennan riðil. En við verðum að gera okkar allra besta enda er bara eitt lið sem kemst upp," sagði Jörundur en í hópi hans er einn nýliði, Greta Mjöll Samúelsdóttir úr Breiðablik. „Greta hefur verið að spila rosalega vel í sumar. Það er kærkomið tækifæri fyrir hana að komast inn í þennan hóp því hún er framtíðarlandsliðsmaður," Mikil eftirvænting Jörundur segir góðan anda ríkja í hópnum og það sé búin að vera mikil eftirvænting eftir að hefja þessa keppni. „Alltaf þegar þessi hópur kemur saman þá er mikið fjör en einnig mikill metnaður fyrir því að ná árangri og það skiptir máli. Stelpurnar hafa fengið mjög góðan stuðning undanfarin ár og vonandi verður framhald á því. Það er ókeypis aðgangur á leikinn og vonandi fjölmennir fólk," sagði Jörundur. Byrjunarlið Íslands: Leikaðferðin er 4-4-2Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir. Varnarmenn: Erla Hendriksdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Dóra Stefánsdóttir Erna Björk Sigurðardóttir. Miðjumenn: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir Edda Garðarsdóttir Laufey Ólafsdóttir Dóra María Lárusdóttir. Framherjar: Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Sjá meira