Gaman að teika 29. nóvember 2006 06:30 Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Ég hef stundað það að teika. Hér á árum áður var það mikið sport hjá okkur strákunum að hanga aftan í bílum eða teika eins og það var kallað. Þetta var á þeim árum að bíltúrar voru stórkostlegt sport. Bílar ekki í allra eigu og Þingvallahringurinn var stórkostlegt ævintýri svo ekki sé talað um þá paradís sem Eden í Hveragerði var. Ég reyndar fetaði einu sinni í fótspor hinna fyrstu með óknyttum og var vísað úr paradís. Þó ekki að eilífu. Teik er hættulegt sport þar sem blautir ullarvettlingar gátu orðið manni hættulegir þegar þeir mættu frosnum stuðurum. Nú er varla lengur hægt að teika. Gróðurhúsaáhrif og vel saltaðar götur sjá til þess. Enda kannski eins gott því þetta var varasöm iðja. Leikir barna búa þau undir lífið og ég er ekki frá því að teikið hafi kennt manni eitt og annað. Maður á aldrei að teika bíla sem er ekið af köllum sem eru stórir og fljótir að hlaupa. Ekki var heldur gott að festast við bílinn. Maður verður að geta sleppt af sjálfsdáðum. Þetta hefur nýst mér vel. Ég nota þetta oft í fjárfestingum. Ef maður heldur sig við líkinguna þá eru stóru kallarnir sem eru fljótir að hlaupa, þeir sem hafa aðra hagsmuni en maður sjálfur. Þá teikar maður ekki. Svo er hitt að átta sig á að þegar maður er kominn nógu langt þá sleppir maður. Blautir vettlingar eru þá hin sálfræðilega hindrun sem margir glíma við þegar þeir tíma ekki að selja. Ég á ekki við þann vanda að glíma. Enginn vettlingatök hjá mér. Ég hef teikað nánast alla stóru fjárfestana, Bjöggana, Baug, Kaupþing, Bakkabræður, Þórð í Straumi, FL Group og svo mætti lengi telja. Sumar salibunurnar hafa verið einkar skemmtilegar, í öðrum hefur maður lent á bráðnun kringum ræsi og kastast af. Frá þessu hef ég komist slysalaust og með góðum árangri svo maður hæli sér svolítið. Mér finnst verst að hafa ekki teikað Bjögga full force í Tékkó, en það var ekki tækifæri til þess, nema náttúrlega í gegnum Lansann og Straum. Maður er náttúrlega alltaf með eggin sín í annarra hreiðrum, því maður er bæði gaukur og teikari. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira