Iverson skoraði 40 stig 2. mars 2006 16:47 Allen Iverson minnti rækilega á sig í gær þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson er með þriðja hæsta meðalskor í sögu NBA deildarinnar. NordicPhotos/GettyImages Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson viðurkenndi að hann væri hissa á að vera ekki inni í myndinni hjá landsliðsnefndinni, en sagðist vona að þeim snerist hugur. Hann var allt í öllu í sigri Philadelphia á Houston í gær og skoraði stigin sem gerðu út um leikinn undir lokin. Tracy McGrady skoraði 25 stig fyrir Houston. Sacramento lagði Cleveland 97-90 þar sem Kenny Thomas skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Sacramento, en LeBron James skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar fyir Cleveland. Hann hitti þó illa í leiknum, enda var hann í strangri gæslu hjá Ron Artest. Þetta var fimmta tap Cleveland í röð. Indiana lagði Washington á útivelli 99-93. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Indiana en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington sem hefði unnið 9 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn. Atlanta lagði Toronto í framlengingu 113-111. Al Harrington og Joe Johnson skoruðu 26 stig hvor fyrir Atlanta, en Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto. Miami vann Boston 103-96. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami, en Paul Pierce skoraði 38 stig fyrir Boston. Minnesota lagði New Jersey 100-90. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst hjá Minnesota, en Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Memphis vann nauman sigur á New York 101-99. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Memphis, en Stephon Marbury skoraði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir New York. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Denver á útivelli 98-87. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Kenyon Martin skoraði 28 fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 13 stig, hirti 20 fráköst og varði 5 skot. Phoenix vann 8. leik sinn í röð þegar liðið skellti Milwaukee á heimavelli sínum 123-110. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Michael Redd skoraði 37 stig fyrir Milwaukee. Charlotte burstaði Utah á útivelli 104-89, en þetta var aðeins sjötti útisigur liðsins í vetur. Utah lék án Andrei Kirilenko sem er meiddur í baki og hefur nú unnið tvo og tapað níu leikjum án hans í vetur. Brevin Knight skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte, en Matt Harpring skoraði 22 stig fyrir Utah. Portland vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers 99-93. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers, en Zach Randolph skoraði 20 stig fyrir Portland. Golden State lagði Orlando 98-94, þar sem Jason Richardson skoraði 11 af 25 stigum sínum á síðustu tæpum tveimur mínútum leiksins og tryggði sínum mönnum sigur. DeShawn Stevenson skoraði 18 stig fyrir Orlando og Darko Milicic skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Orleans 89-67, þar sem New Orleans skoraði aðeins 16 stig í síðari hálfleiknum sem er lægsta stigaskor í einum hálfleik í vetur. Desmond Mason skoraði 20 stig fyrir New Orleans, en Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson viðurkenndi að hann væri hissa á að vera ekki inni í myndinni hjá landsliðsnefndinni, en sagðist vona að þeim snerist hugur. Hann var allt í öllu í sigri Philadelphia á Houston í gær og skoraði stigin sem gerðu út um leikinn undir lokin. Tracy McGrady skoraði 25 stig fyrir Houston. Sacramento lagði Cleveland 97-90 þar sem Kenny Thomas skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Sacramento, en LeBron James skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar fyir Cleveland. Hann hitti þó illa í leiknum, enda var hann í strangri gæslu hjá Ron Artest. Þetta var fimmta tap Cleveland í röð. Indiana lagði Washington á útivelli 99-93. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Indiana en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington sem hefði unnið 9 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn. Atlanta lagði Toronto í framlengingu 113-111. Al Harrington og Joe Johnson skoruðu 26 stig hvor fyrir Atlanta, en Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto. Miami vann Boston 103-96. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami, en Paul Pierce skoraði 38 stig fyrir Boston. Minnesota lagði New Jersey 100-90. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst hjá Minnesota, en Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Memphis vann nauman sigur á New York 101-99. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Memphis, en Stephon Marbury skoraði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir New York. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Denver á útivelli 98-87. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Kenyon Martin skoraði 28 fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 13 stig, hirti 20 fráköst og varði 5 skot. Phoenix vann 8. leik sinn í röð þegar liðið skellti Milwaukee á heimavelli sínum 123-110. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Michael Redd skoraði 37 stig fyrir Milwaukee. Charlotte burstaði Utah á útivelli 104-89, en þetta var aðeins sjötti útisigur liðsins í vetur. Utah lék án Andrei Kirilenko sem er meiddur í baki og hefur nú unnið tvo og tapað níu leikjum án hans í vetur. Brevin Knight skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte, en Matt Harpring skoraði 22 stig fyrir Utah. Portland vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers 99-93. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers, en Zach Randolph skoraði 20 stig fyrir Portland. Golden State lagði Orlando 98-94, þar sem Jason Richardson skoraði 11 af 25 stigum sínum á síðustu tæpum tveimur mínútum leiksins og tryggði sínum mönnum sigur. DeShawn Stevenson skoraði 18 stig fyrir Orlando og Darko Milicic skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Orleans 89-67, þar sem New Orleans skoraði aðeins 16 stig í síðari hálfleiknum sem er lægsta stigaskor í einum hálfleik í vetur. Desmond Mason skoraði 20 stig fyrir New Orleans, en Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira