Böðullinn hættir á toppnum 11. júní 2006 14:03 Bernard Hopkins (t.v.) tók Tarver í kennslustund í hnefaleikum í beinni á Sýn í nótt NordicPhotos/GettyImages Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari." Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Ekki verður annað sagt en að "Böðullinn" Bernard Hopkins hafi ákveðið að hætta hnefaleikaiðkun á toppnum, því í nótt tók hann Antonio Tarver í sannkallaða kennslustund í hringnum og tryggði sér IBO-titilinn í léttþungavigt. Hopkins er 41 árs gamall og fyrrum óumdeildur konungur millivigtarinnar, en hann hafði lítið fyrir því að fara upp um þyngdarflokk og rúlla andstæðingi sínum upp. Hinn örvhenti Tarver átti aldrei möguleika gegn frískum Hopkins, sem virtist ekki hafa tapað neinu af snerpu sinni þrátt fyrir aukna þyngd, aldur og fyrri störf. Bardagaáætlun hans var óaðfinnanleg og Tarver viðurkenndi einfaldlega algjöran ósigur. "Mér hefur alltaf gengið vel gegn örvhentum boxurum og því vissi ég að ég hefði góða möguleika," sagði Hopkins, sem var drjúgur með sig fyrir bardagann og sagðist luma á áætlun sem myndi færa honum auðveldan sigur. Það átti líka eftir að koma á daginn. "Tarver er hörku boxari og hann er höggþungur, en ég vissi nákvæmlega hvað ég var að gera og gaf honum einfaldlega aldrei færi á mér eins og Roy Jones gerði á sínum tíma," sagði Böðullinn, sem var þegar búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasti bardagi. "Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að komast í sögbækurnar í millivigtinni og þyngja mig þvínæst og berjast við sigurvegarann úr bardaga Roy Jones jr og Antonio Tarver - nú er ég búinn að því." sagði þessi frábæri hnefaleikari, sem þó útilokaði ekki að snúa aftur í hringinn, en það yrði þá að vera fyrir gríðarlega peningaupphæð. Tarver, sem kemur meðal annars fram í væntanlegri sjöttu bíómynd Sylvester Stallone um hnefaleikahetjuna Rocky, játaði algjöran ósigur sinn eftir bardagann. "Þetta var einfaldlega ekki minn dagur. Stundum er þetta bara svona, ég var ekki nógu ferskur og því fór sem fór. Ég tek þó ekkert af Bernard Hopkins - hann er sannur meistari."
Box Erlendar Íþróttir Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira