Flugumferð gæti lamast við Ísland 15. desember 2006 19:00 Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót, en flugumferðarstjórar undirrituðu ekki samninga við Flugstoð sem tekur við íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramótin. Útlitið er afar slæmt, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en deilt hefur verið um lífeyrismál.Frestur til að sækja um störf flugumferðarstjóra hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi rann út 30. nóvember, og sendu Flugstoðir síðan ítrekunarbréf fyrr í vikunni þar sem flugumferðarstjórum er gefinn frestur til dagsins í dag til að sækja um, ella hafi félagið engar skuldbindingar gagnvart viðkomandi aðila. Loftur Jóhannsson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra segir bréfið hafa farið illa í flugumferðarstjóra, en Flugstoðir bjóði verulega skerðingu á lífeyrisréttindum og vilji ekki semja um annað.Ólafur Sveinsson formaður Flugstoða segir að vilji hafi verið til að koma til móts við flugumferðarstjóra, en hins vegar hafi ekki verið hægt að ganga að kröfum þeirra um launahækkanir sem Ólafur segir nema milli 30 og 40%.Loftur undrast þessar aðferðir þar sem aðalrök fyrir tilurð Flugstoða hafi verið þau að stuðla að sterkari stöðu íslendinga vegna samkeppni við Breta og Kanadamenn um flugstjórnarsvæði. "Mér finnst það ansi skrýtin taktík að byrja á því að reka allt starfsfólkið og leggja síðan niður starfsemina."Íslenska flugstjórnarsvæðið er eitt hið stærsta í heimi og má búast við gríðarlegri röskun á öllu farþegaflugi innanlands, sem utan, takist ekki að manna stöðurnar. Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Allt stefnir í að flug lamist hér á landi og á milli landa um áramót, en flugumferðarstjórar undirrituðu ekki samninga við Flugstoð sem tekur við íslenska flugstjórnarsvæðinu um áramótin. Útlitið er afar slæmt, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, en deilt hefur verið um lífeyrismál.Frestur til að sækja um störf flugumferðarstjóra hjá hinu nýja opinbera hlutafélagi rann út 30. nóvember, og sendu Flugstoðir síðan ítrekunarbréf fyrr í vikunni þar sem flugumferðarstjórum er gefinn frestur til dagsins í dag til að sækja um, ella hafi félagið engar skuldbindingar gagnvart viðkomandi aðila. Loftur Jóhannsson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra segir bréfið hafa farið illa í flugumferðarstjóra, en Flugstoðir bjóði verulega skerðingu á lífeyrisréttindum og vilji ekki semja um annað.Ólafur Sveinsson formaður Flugstoða segir að vilji hafi verið til að koma til móts við flugumferðarstjóra, en hins vegar hafi ekki verið hægt að ganga að kröfum þeirra um launahækkanir sem Ólafur segir nema milli 30 og 40%.Loftur undrast þessar aðferðir þar sem aðalrök fyrir tilurð Flugstoða hafi verið þau að stuðla að sterkari stöðu íslendinga vegna samkeppni við Breta og Kanadamenn um flugstjórnarsvæði. "Mér finnst það ansi skrýtin taktík að byrja á því að reka allt starfsfólkið og leggja síðan niður starfsemina."Íslenska flugstjórnarsvæðið er eitt hið stærsta í heimi og má búast við gríðarlegri röskun á öllu farþegaflugi innanlands, sem utan, takist ekki að manna stöðurnar.
Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira