Grætt á friði og spekt 7. febrúar 2007 00:01 Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið. Það verða áhyggjulausar stundir á sundlaugarbarminum meðan maður sýgur í sig D-vítamínið úr sólinni og gengur aðeins og B-vítamínið með sötrinu. Þetta eru dásamlegir tímar. Bankarnir allir búnir að skila toppuppgjörum og svo kaupir Glitnir fyrirtæki í Finnlandi. Með kaupunum opnar bankinn austurgluggann og fær starfstöð í Moskvu. Þetta finnska apparat var ekki gefið, en mun skila sér með því að bankinn nýti samböndin til að byggja ofan á, auk þess sem það má alltaf gera bisness með þessu ríka eignastýringarliði sem fylgir með í kaupunum. Sennilega er allt fullt af Nokia-Finnum í stokknum sem hafa ekkert vit á peningum, en unnu í finnska þjóðarhappdrættinu þegar Nokia steig upp úr stígvélunum og fór að framleiða farsíma. Það bjó til alveg hrúgu af ríkum Finnum. Sama og hér hefur gerst með Actavis, Bakkavör og bankana sem hafa búið til íslenska milljónamæringa, eins og mig. Ég hef alltaf kunnað vel við Finna og verið þeirrar skoðunar að það sé gott fyrir Íslendinga að gera bisness með þeim. Þeir eru stóískir eins og við. Vita að „alt går åt helvete til slut“ og eru ekkert að kippa sér upp yfir smáatriðum. Svo kunna þeir að drekka og taka það með svipuðu trompi og við. Þetta er hið besta mál og þar við bætist að þegar Glitnir er búinn að kaupa, þá rísa væntingarnar á markaðnum um að næstu taki til óspilltra málanna. Ég spái því að Straumur taki næst til hendinni. Uppgjörið kom á óvart og var miklu betra, en búast mátti við. Greinilega á betri leið en ég hélt og með hrikalega mikið ónýtt eigið fé sem þeir hljóta að koma í betri vinnu á næstunni. Sennilega eigum við samt eftir að fá krónuna í veikingu á árinu, þannig að það er vissara að vera á vaktinni, en ég get örugglega slappað af í blíðunni hjá Bush sem vonandi hættir þessari vitleysu með Íran. Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði, en það er miklu skemmtilegra að græða á friði og spekt. Svona er maður nú siðferðilega innstilltur þrátt fyrir allt. Ég nennti til dæmis ekki að láta Steve Forbes trufla meltinguna hjá mér undir einhverjum dýrindis málsverðinum. Ég átti meira en svo fyrir því, en mér fannst bara einhvern veginn betra að dekra við sjálfan mig heima við. Opna dýrindis rauðvín og spegla mig í aðdáunarfullum augum konunnar meðan spekin rann upp úr mér. Forbes gat ómögulega toppað það. Svo var það líka miklu ódýrara. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira