Spá 4,3% verðbólgu 2. maí 2007 00:01 Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Greiningardeildir benda allar á að helstu óvissuþættirnir í fyrri spám hafi verið verðhækkanir á fasteignum og eldsneyti, ekki síst hráolíuverði sem hafi sveiflast mikið það sem af er árs. Greiningardeild Glitnis segir að í þessum mánuði megi reikna með að verðhækkun þessara tveggja liða skýri um tvo þriðju hluta af spánni. Ekki sé gert ráð fyrir eins mikilli hækkun húsnæðisverðs nú og í apríl. Það kemur til af því að í útreikningi á vísitölu neysluverðs sé húsnæðisverð mælt sem þriggja mánaða hlaupandi meðaltal og þannig falli út verðhækkanir á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu í janúar út úr mælingunni nú. Greiningardeild Landsbankans segir á móti að fasteignamarkaðurinn hafi legið í dvala um nokkurt skeið en töluvert líf hafi verið að færast í hann upp á síðkastið. Bendir greiningardeild Kaupþings á að þessi auknu umsvif hafi valdið hækkun á fasteignaverði um 2,3 prósent á landsvísu á síðustu þremur mánuðum. Telur Kaupþing að lítið lát verði á áframhaldandi hækkunum á fasteignamarkaði. Greiningardeildirnar benda allar á að einn af undirliðum til hækkunar á vísitölu neysluverðs séu aðgerðir stjórnvalda sem fólu í sér lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þær segja báðar að verðlækkunin hafi skilað sér að mestu í flestum flokkum en upp á vanti að lækkunin skili sér í verðlækkun á veitingastarfsemi. Þar vega miklar launahækkanir og verðhækkun aðfanga þungt á móti. Nokkurs samhljóms gætir hvað varðar verðbólguþróun á næstu mánuðum og spá nokkuð snarpri lækkun í sumar. Hins vegar greinir þær á um hvenær verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð. Þannig segir greiningardeild Glitnis að verðbólga fari undir verðbólgumarkmið bankans á haustdögum. Muni hún aukast eftir því sem líði á árið og verði komin í 5 prósent næsta sumar. Landsbankinn gerir hins vegar ráð fyrir að verðbólgumarkmiðunum verði náð í árslok. Spáir bankinn því að tólf mánaða verðbólgan á árinu nemi 4 prósentum en að hún verði 3,7 prósent á næsta ári. Kaupþing reiknar með öllu hraðari verðbólgulækkun og gerir ráð fyrir því að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi. Muni hún hækka á ný eftir það og liggi ársverðbólgan í 4,4 prósentum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira