Hljóðlátt fimmtíu milljarða hlutabréfasafn 16. júní 2007 06:30 Axel Gíslason Framkvæmdastjóri Ehf. Samvinnutrygginga frá 1989-2006 Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa. Markaðir Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur verið hljóðlátur en umsvifamikill fjárfestir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Fjárhagslegur styrkur félagsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum samfara miklum gengishækkunum í fjármálafyrirtækjum. Ætla má að helstu eignarhlutir Samvinnutrygginga nemi hátt á fimmta tug milljarða króna. Félagið hagnaðist um 312 milljónir króna árið 2003 en tveimur árum síðar nam afkoma þess rúmum 2,8 milljörðum króna og eigið fé um 7,2 milljörðum. Þegar Exista yfirtók VÍS á síðasta ári lauk beinni þátttöku Ehf. Samvinnutrygginga í vátryggingarekstri sem hafði staðið frá stofnun Samvinnutrygginga árið 1946. Eignarhaldsfélagið sjálft varð til við stofnun VÍS árið 1989 þegar Samvinnutryggingar sameinuðust Brunabótafélagi Íslands undir merkjum VÍS. Sem gagngjald gengu Samvinnutryggingar helmingshlut í VÍS. Tilgangur Ehf. Samvinnutrygginga var að ávaxta sem best eigið fé þess með þátttöku í vátryggingastarfsemi og skyldum rekstri og annars konar fjárfestingar- og lánastarfsemi. Félagið er þriðji stærsti hluthafinn í Existu með hlut sem er metinn á 20,7 milljarða króna. Frá því að Exista var skráð á markað hefur markaðsvirði bréfanna aukist um 7,4 milljarða króna. Þá er félagið eigandi að helmingshlut í Eignarhaldsfélaginu Andvöku sem á hlutabréf í Existu, og á þriðjungshlut í eignarhaldsfélaginu Hesteyri. Það félag á 3,64 prósent í Existu og einnig hlutabréf í útgerðarfélaginu Skinney-Þinganesi á Höfn. Nýverið leiddu Samvinnutryggingar hóp fjárfesta sem eignuðust Icelandair Group af FL Group. Samvinnutryggingar fara með 75 prósent hlut í Langflugi, stærsta hluthafanum í Icelandair, á móti fjórðungshlut Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair. Markaðsvirði hlutabréfanna í Icelandair nema 6,6 milljörðum króna. Félagið á einnig umtalsverða eignarhluti í Straumi-Burðarási og Landsbankanum auk hlutabréfa í óskráðum félögum. Auk Samvinnutrygginga eiga Skinney-Þinganess og FISK Seafood Hesteyri að jöfnu. Á síðasta ári var samþykkt að slíta Hesteyri og skipta upp eignum og skuldum þess til hluthafa.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira