Banakahólfið: Hvað á barnið að heita? 19. desember 2007 00:01 Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira