Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni 2. mars 2007 07:38 Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi. Hestar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira
Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi.
Hestar Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Sjá meira