Er tölvan þín örugg? 26. mars 2007 18:49 Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð. Tækni Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum. Ýmis konar njósnabúnaður (spyware) hleðst niður á tölvur í bakgrunni venjulegrar netvinnslu. Þá eru einnig fjölmörg veffyrirtæki sem hlaða niður auglýsingabúnaði (adware) sem njósnar um netnotkun fólks og opnar pop-up glugga með auglýsingum þegar síst skyldi. Njósnabúnaðurinn getur verið hannaður með það að augnamiði að stela kreditkortanúmerum fólks. Tiltölulega einfalt er að verjast slíkum búnaði. Í nýjasta Windows Vista stýrikerfinu er innbyggður búnaður sem á að uppfærast sjálkrafa og verja netnotendur fyrir njósnabúnaðinum. Þá eru fjölmörg forrit sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu hönnuð til þess að finna og eyða slíkum búnaði. Eitt það vinsælasta er Adaware og annað er Spybot. Þessi forrit er gott að keyra upp reglulega, uppfæra þau og láta þau finna og eyða njósnabúnaði í tölvunni. Það kemur mörgum óþægilega á óvart hversu mikið þessi forrit finna þegar þau eru keyrð í fyrsta skipti eftir mikla netnotkun. Margir netnotendur hafa þá valið að nota vafrann Mozilla Firefox í stað Internet Explorer, en Firefox ku ekki vera jafn duglegur að hlaða niður njósnabúnaði. Ekki má heldur gleyma vírusum sem eru fjölmargir í umferð og margir til þess fallnir að skemma tölvugögn þannig að erfitt sé að nálgast þau aftur. Til að forðast vírusa er mikilvægt að hafa öfluga vírusvörn sem uppfærist sjálfkrafa með upplýsingum um nýja vírusa í umferð. Margur hefur brennt sig á því að trassa að endurnýja áskrift að vírusvörninni sinni. Þessi vandamál eru eitthvað sem notendur Apple tölva hafa ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af þar sem tölvuþrjótar virðast ekki hafa mikinn áhuga á að skrifa njósnabúnað og vírusa fyrir þannig vélar en ástæða er til að hvetja fjölmarga notendur PC-tölva til að kynna sér málið vel og tryggja að tölvan sé vel varin. Við hvetjum lesendur til að tjá sig hér að neðan um sína reynslu af tölvurusli og þiggjum ábendingar um góð ráð.
Tækni Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent