Ég er enn mesti fanturinn í deildinni 8. nóvember 2007 14:09 Shaq hefur ekki misst trú á sjálfan sig þótt aldurinn færist yfir NordicPhotos/GettyImages Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur. O´Neal átti sinn "besta" leik til þessa á tímabilinu í nótt þegar hann skoraði 17 stig í tapleik gegn San Antonio. O´Neal er aðeins með 12,8 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik í þeim fjórum leikjum sem búnir eru - ekki töfræði sem einkennir einn öflugasta leikmann í sögu leiksins. Það hefur ekki farið framhjá blaðamönnum í Bandaríkjunum undanfarin misseri að stóri maðurinn virðist nú vera á síðustu metrunum í deildinni eftir langan og glæsilegan feril - þó vissulega megi skrifa hluta af því á meiðsli hans sjálfs og félaga hans. O´Neal sjálfur er þó ekki búinn að tapa trú á sjálfan sig þó illa gangi, en Miami hefur tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum síðan undir lok deildarkeppninnar síðasta vor. "Ég er enn mesti (blótsyrði) fanturinn í deildinn. Jú, jú, ég er að eldast - en Kareem varð líka eldri og það gerði Hakeem líka," sagði O´Neal og vísaði í tvo af bestu miðherjum síðari tíma í NBA. Hann hélt svo áfram að útskýra mál sitt á sinn einstaka hátt. "Ég þarf ekki á virðingu jarðarbúa að halda. Þegar allt er talið munu menn tala um mig og það sem ég hef gert á ferlinum - nema þið jarðarbúar reynið þá að eyða því út," sagði O´Neal, sem á það til að tala um sjálfan sig í þriðju persónu - og þá sem geimveru. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur. O´Neal átti sinn "besta" leik til þessa á tímabilinu í nótt þegar hann skoraði 17 stig í tapleik gegn San Antonio. O´Neal er aðeins með 12,8 stig og 6,5 fráköst að meðaltali í leik í þeim fjórum leikjum sem búnir eru - ekki töfræði sem einkennir einn öflugasta leikmann í sögu leiksins. Það hefur ekki farið framhjá blaðamönnum í Bandaríkjunum undanfarin misseri að stóri maðurinn virðist nú vera á síðustu metrunum í deildinni eftir langan og glæsilegan feril - þó vissulega megi skrifa hluta af því á meiðsli hans sjálfs og félaga hans. O´Neal sjálfur er þó ekki búinn að tapa trú á sjálfan sig þó illa gangi, en Miami hefur tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum síðan undir lok deildarkeppninnar síðasta vor. "Ég er enn mesti (blótsyrði) fanturinn í deildinn. Jú, jú, ég er að eldast - en Kareem varð líka eldri og það gerði Hakeem líka," sagði O´Neal og vísaði í tvo af bestu miðherjum síðari tíma í NBA. Hann hélt svo áfram að útskýra mál sitt á sinn einstaka hátt. "Ég þarf ekki á virðingu jarðarbúa að halda. Þegar allt er talið munu menn tala um mig og það sem ég hef gert á ferlinum - nema þið jarðarbúar reynið þá að eyða því út," sagði O´Neal, sem á það til að tala um sjálfan sig í þriðju persónu - og þá sem geimveru.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira