Níu sigrar í röð hjá Boston 17. desember 2007 09:52 Paul Pierce á fullri ferð fyrir Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993. Paul Pierce skoraði mest fyir Boston eða 18 stig og Kevin Garnett 18, en það var fyrst og fremst góður varnarleikur liðsins sem skilaði sigrinum. Ray Allen lék ekki með Boston vegna ökklameiðsla en verður væntanlega klár í slaginn í næsta leik. Boston hefur nú unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum og aðeins lið félagsins frá árinu 1963-64 byrjaði jafn vel. Það lið varð NBA meistari vorið eftir. Detroit burstaði Golden State 109-87 fyrir hálfu húsi þar sem fáir áhorfendur komust á leikinn vegna veðurs. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir Detroit og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Leikurinn var spilaður upp úr hádegi að austurtíma og því nokkuð erfiður fyrir liðið af Kyrrahafsströndinni sem er á erfiðu ferðalagi. "Við vorum ekki tilbúnir í þennan leik og fengum rassskellingu," sagði Stephen Jackson hjá Golden State, en hann og Matt Barnes (15 stig) voru einu mennirnir sem skoruðu yfir 10 stig fyrir gestina. Portland heldur áfram óvæntri sigurgöngu sinni og skellti Denver á útivelli í nótt 116-105. Brandon Roy skoraði 26 stig fyrir Portland en Allen Iverson 38 fyrir Denver. Þetta var sjöundi sigurleikur Portland í röð og þriðji í röð á útivelli. Liðið tapaði fyrstu níu útileikjum sínum í upphafi deildarkeppninnar. Loks vann LA Lakers auðveldan sigur á grönnum sínum í Clippers 113-92. Corey Maggette skoraði 27 stig fyrir Clippers en Kobe Bryant var með 32 stig fyrir Lakers þrátt fyrir að vera tæpur fyrir leikinn vegna nárameiðsla. Þá skoraði Sasha Vujacic öll 14 stig sín fyrir Lakers í fjórða leikhlutanum.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira