Peningaskápurinn ... 6. mars 2008 00:01 Jón Ólafsson Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans. Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði breskur dómsstóll frávísunarkröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meiðyrðamáli hans og Jóns Ólafssonar í vikubyrjun. Jón höfðaði mál gegn Hannesi árið 2004 en Hannes hafði gefið í skyn í ræðu og á heimasíðu sinni að Jón hefði efnast á ólöglegan hátt. Var hann í kjölfarið dæmdur til að greiða Jóni átta milljónir króna í skaðabætur auk kostnaðar og vaxta. Áhugi fólks hefur greinilega vaknað á Jóni síðustu misserin en heyrst hefur að ævisaga hans frá árinu 2005 sé einkar vinsæl á bókamarkaðnum í Perlunni um þessar mundir. Bókin er á tæpar 700 krónur, sem er frekar lítið fyrir 500 blaðsíðna doðrant. Toppmenn í vatninuJón hefur slegið í gegn á fleiri stöðum en á bókamarkaðnum í Perlunni. Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem Jón og Kristján sonur hans eiga að mestu og stýra og selur margverðlaunað átappað vatn úr Ölfusinu í flöskum undir merkjum Icelandic Glacial hefur verið á rjúkandi ferð upp á síðkastið. Fyrirtækið hefur fengið heilmikla athygli víða um heim, nú síðast á Óskarsverðlaunahátíðinni en þar svöluðu heimsþekktar en þorstlátar kvikmyndastjörnur sér á vatni feðganna úr Ölfusinu. Svo virðist sem hrakspár um efnahagssamdrátt hafi ekki ratað inn fyrir dyr Icelandic Water Holdings því fyrirtækið hefur fjölgað fólki á sama tíma og aðrir standa í uppsögnum. Á meðal nýráðinna starfsmanna eru tveir stórjaxlar úr bandarískum drykkjavörugeira. Þeir eru Daniel Stepper, frá Coke, og James Harris, sem áður var einn af markaðsstjórum Fiji Waters, helsta keppinauti Icelandic Glacial vestanhafs. Munu þeir eiga að hjálpa til við stóraukna markaðshlutdeild úti í hinum stóra og harða heimi vatnsbransans.
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira