Bankahólfið: Brosir breitt 26. mars 2008 00:01 Magnús Ármann Sigurður Bollason Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla. Í apríl 2006 tilkynnti hann um sölu á hlut sínum í Icon ehf. sem átti þá tæp 8 prósent í FL Group. Gengið á FL á þessum tíma var um 25 (en nálægt sjö í gær). Runnur átti tæp 13 prósent í Dagsbrún. Materia Invest, sem er í eigu félaga hans, Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármann og Kevin Standford, keypti hlut Sigurðar. Nú slappar hann af í Skerjafirðinum en Materia Invest berst með skuldabaggann í Landsbankanum. Vinnan hefur alltaf forgangLjóst er að margur makinn var pirraður um páskahelgina. Ástæðan er sú að lykilstarfsmenn í Landsbankanum og Glitni voru kallaðir heim úr fríum erlendis. Mikið lá á að klára ákveðin mál innan bankanna og fóru margar sögusagnir á flug varðandi hlut FL Group í Glitni. Þó að einhver bið verði á að hreyfing komist á þann eignarhlut voru lögfræðingar innan Glitnis að störfum um páskahelgina. Sömu sögu var að segja um lögfræðinga hjá Landsbankanum sem gerðu hlé á skíðaferðum með fjölskyldunni áður en brekkurnar voru sigraðar á nýjan leik.Nýklipptur bankastjóriDavíð Oddsson seðlabankastjóri var öryggið uppmálað þegar hann svaraði fyrir stýrivaxtahækkun bankans í gær í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann sagði vaxtahækkunina í gær einhverja þá mestu sem Seðlabankinn hefði farið í í einu lagi síðan núverandi skipan peningamála var tekin upp árið 2001. Menn hefðu því þurft að hafa drjúgar ástæður fyrir henni. Athugulir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir að Davíð var nýklipptur og hafði stytt sitt hrokkna hár nokkuð mikið. Höfðu einhverjir á orði að kallinn liti vel út þrátt fyrir spennuna sem hefur ríkt á mörkuðum upp á síðkastið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla. Í apríl 2006 tilkynnti hann um sölu á hlut sínum í Icon ehf. sem átti þá tæp 8 prósent í FL Group. Gengið á FL á þessum tíma var um 25 (en nálægt sjö í gær). Runnur átti tæp 13 prósent í Dagsbrún. Materia Invest, sem er í eigu félaga hans, Þorsteins M. Jónssonar, Magnúsar Ármann og Kevin Standford, keypti hlut Sigurðar. Nú slappar hann af í Skerjafirðinum en Materia Invest berst með skuldabaggann í Landsbankanum. Vinnan hefur alltaf forgangLjóst er að margur makinn var pirraður um páskahelgina. Ástæðan er sú að lykilstarfsmenn í Landsbankanum og Glitni voru kallaðir heim úr fríum erlendis. Mikið lá á að klára ákveðin mál innan bankanna og fóru margar sögusagnir á flug varðandi hlut FL Group í Glitni. Þó að einhver bið verði á að hreyfing komist á þann eignarhlut voru lögfræðingar innan Glitnis að störfum um páskahelgina. Sömu sögu var að segja um lögfræðinga hjá Landsbankanum sem gerðu hlé á skíðaferðum með fjölskyldunni áður en brekkurnar voru sigraðar á nýjan leik.Nýklipptur bankastjóriDavíð Oddsson seðlabankastjóri var öryggið uppmálað þegar hann svaraði fyrir stýrivaxtahækkun bankans í gær í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann sagði vaxtahækkunina í gær einhverja þá mestu sem Seðlabankinn hefði farið í í einu lagi síðan núverandi skipan peningamála var tekin upp árið 2001. Menn hefðu því þurft að hafa drjúgar ástæður fyrir henni. Athugulir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir að Davíð var nýklipptur og hafði stytt sitt hrokkna hár nokkuð mikið. Höfðu einhverjir á orði að kallinn liti vel út þrátt fyrir spennuna sem hefur ríkt á mörkuðum upp á síðkastið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira