Philadelphia burstaði Detroit - Phoenix í vondum málum 26. apríl 2008 08:30 Samuel Dalembert fór mikinn í nótt NordcPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi. NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og þar mátti heldur betur sjá óvænt tíðindi. Philadelphia burstaði Detroit á heimavelli sínum, Dallas lagaði stöðu sína gegn New Orleans og Phoenix er komið í mjög vond mál gegn meisturum San Antonio. Detroit fékk skell Lið Philadelphia 76ers heldur áfram að koma á óvart í úrslitakeppninni og í nótt pakkaði það reyndu liði Detroit saman í þriðja leik liðanna í fyrstu umferðinni í Austurdeildinni, 95-75, og hefur yfir 2-1 í einvíginu. Detroit hefur verið í úrslitum Austurdeildarinnar fimm ár í röð og hefur komist þangað á fagmennsku, varnarleik og reynslu. Nú er það hinsvegar óreynt lið Philadelphia sem sýnir á sér slíkar hliðar og áttu gestirnir frá Detroit aldrei möguleika í leiknum í nótt. Detroit átti ekkert svar við hörðum varnarleik heimamanna og tapaði boltanum 25 sinnum, það mesta hjá liðinu í allan vetur. "Þeir eiga öllu samkvæmt ekki að vera í þessari stöðu. Enginn hafði trú á því að þetta lið gæti komist í þá stöðu sem það er í í dag," sagði Chauncey Billups hjá Detroit eftir leikinn. Samuel Dalembert skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Philadelphia og Andre Miller var með 21 stig, en að öðru leiti fengu heimamenn góða frammistöðu frá flestum sínum leikmönnum nema helst aðalstjörnu sinni Andre Iguodala. Það kom þó ekki að sök í nótt. Rip Hamilton skoraði 23 stig fyrir Detroit og Tayshaun Prince 18, en ljóst er að Detroit er komið í nokkur vandræði í einvíginu. Liðið tapaði fyrsta leiknum óvænt á heimavelli en vann annan leikinn sannfærandi. Næsti leikur fer fram í Philadelphia og þar verður áhugavert að sjá hvort liðið í sjöunda sætinu nær að velgja liðinu í öðru sætinu frekar undir uggum. Tölfræði leiksins Dallas sýndi klærnar Dallas náði að rétta sinn hlut gegn New Orleans á heimavelli sínum eftir töp í tveimur fyrstu leikjunum í New Orleans. Dallas var yfir allan þriðja leikinn í nótt og vann öruggan 97-87 sigur. Avery Johnson þjálfari Dallas gerði breytingar á liði sínu og setti Jason Terry í byrjunarliðið í stað Jerry Stackhouse. Annars var það aðalstjarna liðsins Dirk Nowitzki sem dró vagninn hjá Dallas með 32 stigum, 19 fráköstum og 6 stoðsendingum. Jason Terry skoraði 22 stig og Josh Howard skoraði 18. "Við vildum tryggja að við gerðum séríu úr þessu og ná að vinna fyrsta heimaleikinn. Það þýðir ekkert að slaka á - þeir munu koma á okkur af krafti í næsta leik," sagði Nowitzki eftir leikinn. New Orleans náði sér aldrei á strik í sókninni í nótt og miklu munaði um skelfilega hittni stjörnuleikmanna liðsins, þeirra Chris Paul og David West. Paul hitti aðeins úr 4 af 18 skotum sínum og West úr 6 af 20. "Við vorum mikið til að fá skotin sem við vildum í þessum leik - þau bara vildu ekki niður hjá okkur," sagði Chris Paul, sem var stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en náði sér aldrei á strik í fyrsta útileik sínum í úrslitakeppni á ferlinum. Tölfræði leiksins Meistararnir í góðum málum Rúsínan í pylsuendanum í nótt var svo öruggur sigur meistara San Antonio í Phoenix 115-99 - og fyrir vikið er San Antonio komið í 3-0 stöðu í einvíginu og nægir einn sigur til að komast áfram. Meistararnir mættu mjög einbeittir til leiks og leiddu frá upphafi til enda. Varnarmenn Phoenix fundu aldrei svar við hárbeittum sóknarleik meistaranna með Frakkann Tony Parker í essinu sínu. Parker skoraði 41 stig í leiknum sem er persónulegt met hjá honum á ferlinum og gaf 12 stoðsendingar. San Antonio náði strax 15 stiga forystu í frábærum fyrsta leikhluta og náði Phoenix aldrei að minnka muninn nema niður í 13 stig í síðari hálfleiknum. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 20 stig. Amare Stoudemire var stigahæstur hjá Phoenix með 28 stig og 11 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal 19, en hann hitti aðeins úr 9 af 17 vítum sínum í leiknum eftir að leikmenn San Antonio brutu ótt og títt á honum og sendu hann viljandi á línuna. Fjórði leikur liðanna fer fram í Phoenix á sunnudaginn og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni um kvöldmatarleytið. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi.
NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn