Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel." Markaðir Viðskipti Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent