NBA í nótt: San Antonio vann Phoenix í tvíframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 12:29 Það er sorglegt að aðeins annar þessara manna kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks
NBA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn