Báðu ekki um ný lög 17. apríl 2008 00:01 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að fjórðungi af hreinni eign sinni, í allt að ár og taka við verðbréfum sem tryggingu. MYND/GVA Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetningu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að 25 prósentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verðbréfum sem verslað er með á markaði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi ennfremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verðbréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyrissjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að lífeyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítist illa á frumvarpið. „Frumvarpið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerðum. að heimila lán á eigum lífeyrissjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetningu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að 25 prósentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verðbréfum sem verslað er með á markaði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi ennfremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verðbréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyrissjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að lífeyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítist illa á frumvarpið. „Frumvarpið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerðum. að heimila lán á eigum lífeyrissjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira