Óvænt úrslit í NBA í nótt 16. janúar 2008 09:19 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt og skoraði 51 stig NordicPhotos/GettyImages Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32 NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og nokkuð var um óvænt úrslit. LeBron James skoraði 51 stig fyrir Cleveland þegar liðið sigraði Memphis 132-124 í framlengdum leik. James skoraði 25 af þessum stigum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingu og var þetta í fjórða skiptið á ferlinum sem hann skorar 50 stig eða meira. "Það er gaman að ná svona áfanga þegar við vinnum. Hvert einasta stig sem ég skoraði í kvöld skipti máli. Við höfum tapað þegar ég skora 50 stig og þá fannst mér mun minna til þess komið," sagði James eftir leikinn. Hann hirti auk þessa 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 30 stig og 9 fráköst, Pau Gasol skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst og Juan Carlos Navarro skoraði 26 stig af bekknum. Atlanta vann góðan heimasigur á Denver 104-93 þar sem Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir heimamenn en Carmelo Anthony setti 36 stig fyrir gestina. Orlando vann auðveldan sigur á Chicago 102-88. Rashard Lewis skoraði 26 stig fyrir Orlando en Joe Smith var stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Detroit skellti Toronto heima 103-89 þar sem Rip Hamilton skoraði 39 stig fyrir Detroit og hitti mjög vel úr skotum sínum (16-22). Chris Bosh var atkvæðamestur hjá gestunum með 16 stig og 11 fráköst. Washington tapaði 105-93 í New York eftir að hafa lagt Boston að velli tvisvar á einni viku. Jamaal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Caron Butler setti 24 stig fyrir Washington. Þetta var annar sigur New York í röð og slíkt hefur verið sjaldgæft hjá liðinu í vetur enda aðeins 11 sigrar komnir í hús. Golden State lagði Minnesota á útivelli 105-98 þar sem Baron Davis skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Antoine Walker skoraði 26 stig fyrir heimamenn sem hafa aðeins unnið 5 leiki í allan vetur. Óvænt tap hjá PhoenixSam Cassell fór fyrir Clippers liðinu í sigrinum á PhoenixNordicPhotos/GettyImagesPhiladelphia vann óvæntan útisigur á Houston 105-98 og stöðvaði þar með sjö leikja taphrinu. Liðið var á tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik en tók mikla rispu í lokin og tryggði sér fyrsta sigurinn á útivelli í sex tilraunum. Andre Miller skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en Yao Ming var með 25 stig og 8 fráköst hjá heimamönnum.Þá tapaði Phoenix óvænt fyrir LA Clippers á útivelli 97-90. Clippers liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð en það var gamla brýnið Sam Cassell sem tryggði liðinu sigur með 32 stigum og hitti hann úr 15 af 21 skoti sínu í leiknum, gaf 7 stoðsendingar og hirti 6 fráköst. Corey Maggette skoraði 21 stig og Chris Kaman hirti 18 fráköst.Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix, Raja Bell skoraði 15 stig, Steve Nash var með 14 stig og 13 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði einnig 14 stig og hirti 17 fráköst.Staðan í NBA:Austurdeild:1 BOS 30-6 2 DET 29-10 3 ORL 24-16 4 WAS 20-17 5 CLE 20-18 6 TOR 20-18 7 ATL 17-17 8 NJN 18-19 9 IND 17-22 10 MIL 15-23 11 CHI 14-22 12 PHI 15-24 13 CHA 14-23 14 NYK 11-26 15 MIA 8-28Vesturdeild:1 LAL 26-11 2 SAS 25-11 3 DAL 26-12 4 PHO 26-12 5 NOR 25-12 6 POR 23-14 7 DEN 22-15 8 GSW 23-16 9 UTH 22-17 10 HOU 20-19 11 SAC 15-21 12 LAC 11-23 13 MEM 10-28 14 SEA 9-28 15 MIN 5-32
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira