Roy Jones sýndi gamalkunna takta 20. janúar 2008 07:45 Roy Jones leit vel út í bardaganum og átti það til að sýna kunnuglega gamla hrokaleikþætti Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst. Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Bandaríski hnefaleikarinn Roy Jones Jr sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum í nótt þegar hann vann öruggan sigur á Felix Trinidad í bardaga tveggja af bestu hnefaleikamönnum heimsins á síðasta áratug. Portó Ríkó-maðurinn Trinidad var sprækari í byrjun og vann fyrstu tvær loturnar naumlega, en segja má að áhorfendur hafi ekki alveg vitað hverju þeir áttu að eiga von á í Madison Square Garden í nótt. Trinidad vann fyrstu 40 bardagana sína á ferlinum en hrundi niður í meðalmennsku eftir fyrsta tapið sitt fyrir nokkrum árum. Roy Jones, 39 ára, hafði tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum fyrir þennan og segja má að hann hafi aldrei náð sér á strik eftir að hafa skellt sér í þungaviktina og náð sér þar í einn af 9 heimsmeistaratitlum sínum. Það var hinsvegar ljóst eftir tvær fyrstu loturnar í nótt að Jones er kominn aftur í sinn rétta þyngdarflokk, léttþungavigtina, því hann minnti á tíðum á gamla góða Roy Jones Jr - mann sem var pund fyrir pund besti boxari heimsins á tíunda áratugnum. Trinidad sló Jones ítrekað fyrir neðan belti og beitti skrokkhöggum, en þau bitu illa á Jones sem fór varlega af stað í bardaganum en leitaði að þyngri höggum. Þau fóru brátt að skila sér og sló hann andstæðing sinn í gólfið bæði í sjöundu og tíundu lotu og eftir það var sigurinn öruggur. Ljóst er að dagar Trinidad eru að verða taldir í bransanum og ólíklegt verður að teljast að hann taki fleiri stóra bardaga. Hann var reyndar að fara upp um þyngdarflokk í þessum bardaga og hefði ekki barist í yfir 30 mánuði þegar hér var komið við sögu. Hvað hinn 39 ára gamla Jones varðar, er ekki ólíklegt að hann nýti sér hið nýja og góða form og skori á Walesverjann Joe Calzaghe næst.
Box Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira