Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal 28. ágúst 2009 09:32 Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum. Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er skilanefnd Landsbankans nú að reyna að losa sig við lánin sem bankinn á útistandandi hjá UK Coal. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með 80 milljón punda, eða um 16,5 milljarða kr., tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Jon Lloyd forstjóri UK Coal segir að samningaviðræður við Lloyds Banking Group og hina bankana tvo gangi vel. „Þeir hafa stutt vel við bakið á rekstri okkar," segir hann. Í Guardian segir hinsvegar: „Vandamál vegna Landsbankans hafa gert þessar samningaviðræður erfiðar. Fjárhagsvandræði bankans neyddu stjórnvöld til að bjarga honum en hann er nú að vinda ofan af lánasöfnum sínum þar á meðal þeirra sem hann veitti UK Coal." Það vekur athygli að endurskoðendur félagsins, PricewaterhouseCoopers, hafa ekki áritað uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins sem bendir til að staða félagsins sé verri en þar komi fram. Greinendur hafa hinsvegar ekki miklar áhyggjur af aukinni skuldasöfnun hjá UK Coal. Þeir telja að verðmæti þess lands sem félagið þarf að afskrifa nú gæti tvöfaldast í verði á næstu fimm árum.
Mest lesið Bein útsending: Fundur Íslandsbanka um unga fólkið Viðskipti innlent Vilja ná 240 hluthöfum með hópfjármögnun Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira