Danir íhuga að skattleggja lífeyrisgreiðslur við innborgun 2. nóvember 2009 11:19 Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Í umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að ríkissjóð Danmerkur skortir fé en á næsta ári mun hann eyða 90 milljörðum danskra kr. meir en hann aflar. Á sama tíma eru danskir hagfræðingar sammála um að frekari aðstoð við atvinnu- og fjármálalíf landsins sé nauðsynlegt og að stærð þeirrar aðstoðar hlaupi á milljörðum danskra kr. Með því að breyta skattlagningunni á lífeyrisgreiðslunum verður þetta allt ónauðsynlegt. Í einu handtaki geti ríkissjóður aflað sér 1.000 milljarða danskra kr., eða 25.000 milljarða kr. Heildareignir dönsku lífeyrissjóðanna nema nefnilega 2.500 milljörðum danskra kr. Jörgen Svendsen einn af fremstu sérfræðingum Dana í málefnum lífeyrissjóða þar í landi hefur lagt til að dönsk stjónvöld breyti lífeyrissjóðakerfinu að þessu leyti, skatti innborganir en ekki útborganir á lífeyri eins og mörg önnur lönd gera í dag. „Hægt er að ná þessum peningum út án þess að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur og samfélagið," segir Svendsen. Berlinske segir að breytingin á skattheimtunni hafi engin áhrif á hag lífeyrisþega. Dæmi: Persóna setur 10.000 kr. inn á lífeyrissjóð og ber upphæðin 5% vexti í 10 ár. Upphæðin verður á endanum 16.289 kr. Síðan kemur skatturinn og tekur 40% þannig að til baka eru 9.773 kr. Ef skatturinn tekur í staðinn 40% af sömu upphæð strax setur persónan 6.000 kr. inn á lífeyrissjóðinn. Eftir 10 ára uppsafnaðan sparnað með 5% vöxtum er upphæðin orðin að 9.773 kr. „Lífeyrisþeganum má því vera slétt sama hverning skattlagningunni er háttað," segir í umfjöllun blaðsins. Finn Östrup prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar er sammála Svendsen um að rétt sé að breyta skattreglunum enda losni dönsk stjórnvöld þannig við nokkur önnur vandamál í tengslum við greiðslurnar. Östrup nefnir sem dæmi að samkvæmt reglum ESB hafa Danir rétt á að setja lífeyrir sinn til ávöxtunar í erlendum félögum. Þetta gerir dönskum stjórnvöldum erfitt um vik við að innheimta skattana af lífeyrisgreiðslunum. Sérstaklega hjá þeim lífeyrisþegum sem hafa ákveðið að eyða ellinni í Suður-Evrópu eða Taílandi. Með breytingunni yrði þetta vandamál úr sögunni. Hinsvegar hefur Östrup áhyggjur af því að svo miklir fjármunir í danska ríkiskassann muni freista stjórnvalda til að fara á fjárfestingarfyllerí og setja fjármuni í ýmsa vitleysu sem danskir þegnar hefðu takmörkuð not af. Peter L. Jörgensen prófessor við háskólann í Árósum er sammála Östrup hvað þetta varðar en hann er sammála Östrup um að breytingin myndi þýða að tiltölulega flókið lífeyrissjóðakerfi yrði einfaldara. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Töluverð umræða er nú í Danmörku um að breyta skattlagningu á lífeyrisgreiðslur þannig að þær verði skattaðar við innborgun þeirra í stað núverandi kerfis þar sem greiðslurnar eru skattlagðar við útborgun þeirra eins og raunin er hér á landi. Í umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að ríkissjóð Danmerkur skortir fé en á næsta ári mun hann eyða 90 milljörðum danskra kr. meir en hann aflar. Á sama tíma eru danskir hagfræðingar sammála um að frekari aðstoð við atvinnu- og fjármálalíf landsins sé nauðsynlegt og að stærð þeirrar aðstoðar hlaupi á milljörðum danskra kr. Með því að breyta skattlagningunni á lífeyrisgreiðslunum verður þetta allt ónauðsynlegt. Í einu handtaki geti ríkissjóður aflað sér 1.000 milljarða danskra kr., eða 25.000 milljarða kr. Heildareignir dönsku lífeyrissjóðanna nema nefnilega 2.500 milljörðum danskra kr. Jörgen Svendsen einn af fremstu sérfræðingum Dana í málefnum lífeyrissjóða þar í landi hefur lagt til að dönsk stjónvöld breyti lífeyrissjóðakerfinu að þessu leyti, skatti innborganir en ekki útborganir á lífeyri eins og mörg önnur lönd gera í dag. „Hægt er að ná þessum peningum út án þess að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar fyrir neytendur og samfélagið," segir Svendsen. Berlinske segir að breytingin á skattheimtunni hafi engin áhrif á hag lífeyrisþega. Dæmi: Persóna setur 10.000 kr. inn á lífeyrissjóð og ber upphæðin 5% vexti í 10 ár. Upphæðin verður á endanum 16.289 kr. Síðan kemur skatturinn og tekur 40% þannig að til baka eru 9.773 kr. Ef skatturinn tekur í staðinn 40% af sömu upphæð strax setur persónan 6.000 kr. inn á lífeyrissjóðinn. Eftir 10 ára uppsafnaðan sparnað með 5% vöxtum er upphæðin orðin að 9.773 kr. „Lífeyrisþeganum má því vera slétt sama hverning skattlagningunni er háttað," segir í umfjöllun blaðsins. Finn Östrup prófessor við Viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar er sammála Svendsen um að rétt sé að breyta skattreglunum enda losni dönsk stjórnvöld þannig við nokkur önnur vandamál í tengslum við greiðslurnar. Östrup nefnir sem dæmi að samkvæmt reglum ESB hafa Danir rétt á að setja lífeyrir sinn til ávöxtunar í erlendum félögum. Þetta gerir dönskum stjórnvöldum erfitt um vik við að innheimta skattana af lífeyrisgreiðslunum. Sérstaklega hjá þeim lífeyrisþegum sem hafa ákveðið að eyða ellinni í Suður-Evrópu eða Taílandi. Með breytingunni yrði þetta vandamál úr sögunni. Hinsvegar hefur Östrup áhyggjur af því að svo miklir fjármunir í danska ríkiskassann muni freista stjórnvalda til að fara á fjárfestingarfyllerí og setja fjármuni í ýmsa vitleysu sem danskir þegnar hefðu takmörkuð not af. Peter L. Jörgensen prófessor við háskólann í Árósum er sammála Östrup hvað þetta varðar en hann er sammála Östrup um að breytingin myndi þýða að tiltölulega flókið lífeyrissjóðakerfi yrði einfaldara.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira