Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. nóvember 2009 18:36 Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin. Stím málið Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin.
Stím málið Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira