Danske Bank: Kreppunni er lokið í Danmörku 14. september 2009 10:19 Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. Samhliða þessari spá telja hagfræðingar bankans nokkra hættu á stöðnum hagvaxtar í Danmörku um mitt næsta ár ef ekki tekst að koma einkaneyslu þjóðarinnar í gang. Samkvæmt frétt um málið á business.dk benda hagfræðingar Danske Bank á að stöðugleiki sé þegar að komast á fasteignamarkaðinn í Danmörku sem og annarsstaðar í heiminum. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi meðal Dana hafi nú náð hámarki og muni fara minnkandi á næstu ársfjórðungum. Danske Bank býst við því að hagvöxtur innan evrusvæðisins verði 2,2% á næsta ári og er þetta 0,2 prósentustigum hærra en fyrri spár bankans gerðu ráð fyrir. Þetta er mun meiri vöxtur en bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafa reiknað með. Í Bandaríkjunum gerir Danske Bank ráð fyrir hagvexti upp á 3,2% sem er hækkun um 0,5 prósentustig frá fyrri spá. Þetta er einnig töluvert hærra en OECD (0,9%) og AGS (0.8%) gera ráð fyrir. Mestur verður þó hagvöxturinn í Kína að mati Danske Bank eða 9,5% á næsta ár sem er örlítið betra en OECD gerir ráð fyrir. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hagfræðideild Danske Bank telur að kreppunni sé lokið í Danmörku. Deildin býst við miklum hagvexti í alþjóðlega hagkerfinu næstu sex til níu mánuði. Í Danmörku gerir deildin ráð fyrir töluverðum hagvexti á næstu ársfjórðungum. Samhliða þessari spá telja hagfræðingar bankans nokkra hættu á stöðnum hagvaxtar í Danmörku um mitt næsta ár ef ekki tekst að koma einkaneyslu þjóðarinnar í gang. Samkvæmt frétt um málið á business.dk benda hagfræðingar Danske Bank á að stöðugleiki sé þegar að komast á fasteignamarkaðinn í Danmörku sem og annarsstaðar í heiminum. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi meðal Dana hafi nú náð hámarki og muni fara minnkandi á næstu ársfjórðungum. Danske Bank býst við því að hagvöxtur innan evrusvæðisins verði 2,2% á næsta ári og er þetta 0,2 prósentustigum hærra en fyrri spár bankans gerðu ráð fyrir. Þetta er mun meiri vöxtur en bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hafa reiknað með. Í Bandaríkjunum gerir Danske Bank ráð fyrir hagvexti upp á 3,2% sem er hækkun um 0,5 prósentustig frá fyrri spá. Þetta er einnig töluvert hærra en OECD (0,9%) og AGS (0.8%) gera ráð fyrir. Mestur verður þó hagvöxturinn í Kína að mati Danske Bank eða 9,5% á næsta ár sem er örlítið betra en OECD gerir ráð fyrir.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira