Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu 30. september 2009 10:19 Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira