Launin voru meir en hálft tonn að þyngd 29. júní 2009 13:24 Tvær rússneskar konur urðu fyrir óþægilegri lífreynslu þegar forstjóri þeirra ákvað að gera upp lokalaunagreiðslur þeirra í mynt. Í heild vógu launin yfir hálft tonn. Heildarupphæðin var 120.000 kr. fyrir hvora konuna sem forstjórinn greiddi í 5 kopeka myntum sem eru innan við 20 aura virði hver. Samtals var þyngd launagreiðslunnar því 660 kg. sem forstjórinn afhenti konunum tveimur í 33 pokum sem voru 20 kg hver. Ástæðan fyrir þessu, að sögn AFP fréttastofunnar, voru deilur kvennanna við forstjórann um uppgjörið en þær unnu fyrir Deco-Line í borginni Vladivostok. Konunum tveimur hafði verið sagt upp störfum vegna samdráttarins í rússneska efnahagslífinu en þær áttu síðan orlofsgreiðslur inni hjá fyrirtækinu. Illa gekk að fá orlofið greitt og á endanum kærðu þær forstjórann. Hann ákvað þá að greiða þeim lokauppgjörið með þessum hætti. Forstjórinn, Konstantin Lyalikov skilur ekkert í því uppistandi sem varð í kjölfarið. „Konurnar vildu fá fullt af peningum og fengu það. Hvaða máli skiptir hvernig þær fengu greitt?," segir Lyalikov í samtali við AFP. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tvær rússneskar konur urðu fyrir óþægilegri lífreynslu þegar forstjóri þeirra ákvað að gera upp lokalaunagreiðslur þeirra í mynt. Í heild vógu launin yfir hálft tonn. Heildarupphæðin var 120.000 kr. fyrir hvora konuna sem forstjórinn greiddi í 5 kopeka myntum sem eru innan við 20 aura virði hver. Samtals var þyngd launagreiðslunnar því 660 kg. sem forstjórinn afhenti konunum tveimur í 33 pokum sem voru 20 kg hver. Ástæðan fyrir þessu, að sögn AFP fréttastofunnar, voru deilur kvennanna við forstjórann um uppgjörið en þær unnu fyrir Deco-Line í borginni Vladivostok. Konunum tveimur hafði verið sagt upp störfum vegna samdráttarins í rússneska efnahagslífinu en þær áttu síðan orlofsgreiðslur inni hjá fyrirtækinu. Illa gekk að fá orlofið greitt og á endanum kærðu þær forstjórann. Hann ákvað þá að greiða þeim lokauppgjörið með þessum hætti. Forstjórinn, Konstantin Lyalikov skilur ekkert í því uppistandi sem varð í kjölfarið. „Konurnar vildu fá fullt af peningum og fengu það. Hvaða máli skiptir hvernig þær fengu greitt?," segir Lyalikov í samtali við AFP.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira