Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. júlí 2009 08:29 Michael O'Leary. Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira