Vændishús tapa á kreppunni 2. júlí 2009 14:50 Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi. Þegar best lét, námu tekjur vændishúsanna í Nevada ríki um fimmtíu milljónum Bandaríkjadollara eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fulltrúi frá samtökum vændishúsa segir að tekjur lélegustu vændihúsanna hafi dregist saman um 60-70% og þau allra vinsælustu hafa einnig fundið fyrir minni eftirspurn. Þar er lækkunin töluvert minni eða rúmlega 20% að meðaltali. Efnahagsniðursveiflan hefur dregið fleiri konur út í ólöglegt og löglegt vændi en viðskiptavinirnir halda að sér höndum. Verðið fyrir "stutt stefnumót" er á bilinu 75-250 Bandaríkjadalir eða á bilinu níu þúsund til rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur. Slíkt verðlag er undir mikilli pressu og eru sumar konur farnar að verðleggja þjónustu sína á hálfvirði miðað við það sem þær gerðu fyrir fáeinum árum. Vændishús hafa verið lögleg í Nevada fylki síðan á nítjándu öld en fylkið er það eina í Bandaríkjunum sem leyfir slíkt athæfi. Þess má geta að Las Vegas er stærsta borg Nevada fylkis. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu. Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Enginn í viðskiptaheiminum hefur komist óskaddaður frá fjármálakreppunni sem hófst á síðasta ári. Það á einnig við um klámiðnaðinn en Nevada ríki í Bandaríkjunum er þekkt fyrir sín lögleiddu vændishús. Nú eru karlmenn meira að segja farnir að halda að sér höndum þegar kemur að kynlífi. Þegar best lét, námu tekjur vændishúsanna í Nevada ríki um fimmtíu milljónum Bandaríkjadollara eða rúmum 6,3 milljörðum króna. Fulltrúi frá samtökum vændishúsa segir að tekjur lélegustu vændihúsanna hafi dregist saman um 60-70% og þau allra vinsælustu hafa einnig fundið fyrir minni eftirspurn. Þar er lækkunin töluvert minni eða rúmlega 20% að meðaltali. Efnahagsniðursveiflan hefur dregið fleiri konur út í ólöglegt og löglegt vændi en viðskiptavinirnir halda að sér höndum. Verðið fyrir "stutt stefnumót" er á bilinu 75-250 Bandaríkjadalir eða á bilinu níu þúsund til rúmlega þrjátíu þúsund íslenskar krónur. Slíkt verðlag er undir mikilli pressu og eru sumar konur farnar að verðleggja þjónustu sína á hálfvirði miðað við það sem þær gerðu fyrir fáeinum árum. Vændishús hafa verið lögleg í Nevada fylki síðan á nítjándu öld en fylkið er það eina í Bandaríkjunum sem leyfir slíkt athæfi. Þess má geta að Las Vegas er stærsta borg Nevada fylkis. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu.
Mest lesið Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira