Dr. Doom: Það versta er að baki í kreppunni 17. júlí 2009 11:15 Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hagfræðingurinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom og þekktur fyrir að hafa séð fyrir núverandi fjármálakreppu, segir að það versta sé að baki hjá þróuðu löndunum hvað kreppuna varðar. „Það skín ljós við endann á göngunum. Og til tilbreytingar er ljósið ekki járnbrautarlest á leiðinni," segir Roubini. „Botninum er náð í Bandaríkjunum og hinu alþjóðlega hagkerfi." Í umfjöllun á Reuters um málið segir að hlutabréfamarkaðir hafi tekið kipp upp á við í gærdag í kjölfar orða Roubini um að kreppunni muni ljúka í ár og að viðhorf hans til efnahagsþróunar heimsins væru orðin bjartsýnni. Roubini tekur þó fram að í Bandaríkjunum sé þörf á frekari aðgerðum til að hvetja efnahagslífið þar sem atvinnuleysið nálgist nú 10% af miklum hraða. Hann telur að atvinnumarkaðinum vestan hafs muni hraka áfram nema stjórnvöld spýti inn 200 til 250 milljörðum dollara í viðbót við það sem þegar hefur verið lagt af mörkum. Þá kemur fram í máli Roubini að hann telji að nýmarkaðslöndin muni ná sér fljótar á strik en þróuðu löndin á næstu tveimur árum.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira