Rýming gekk snurðulaust og eftir áætlun 15. apríl 2010 04:30 skráningarborðið Árni Magnússon fararstjóri ræðir við Hrafnhildi Björnsdóttur vettvangsstjóra í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar hann kom þangað með hóp 30 breskra skólastúlkna rétt fyrir fimm að morgni. Fréttablaðið/Vilhelm Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Fólk tók að streyma af rýmingarsvæðum í grunnskólann á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags. Blásið var til allsherjarrýmingar á hættusvæðum í Fljótshlíð, á Merkurbæjum, á Markarfljótsaurum og í Landeyjum klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 14. apríl. Um leið var lokað alveg fyrir umferð í austurátt við Hvolsvöll og fólki beint í hjálparmiðstöð Rauða krossins í Hvolsskóla þar í bæ. Klukkan sjö um morguninn höfðu 487 látið skrá sig í hjálparmiðstöðinni, að sögn Hrafnhildar Björnsdóttur vettvangsstjóra. Hún sagði að á rýmingarsvæðinu öllu hefðu verið á skrá rúmlega 700 manns og taldi heimtur með ágætum. „Sumir eru að heiman og svo hefur hluti hópsins líka farið í Varmahlíð, Drangshlíð og á Heimaland,“ sagði hún. Fyrri rýming átti sér stað klukkan hálf eitt um nóttina þegar rýmdir voru um 20 bæir undir Eyjafjöllum, frá Markarfljóti og austur undir Skóga. Fólki þaðan var beint á þá staði sem Hrafnhildur nefndi undir Eyjafjöllunum. Rýming á svæðinu gekk nokkuð fljótt fyrir sig og höfðu einhverjir á orði að þar endurspeglaðist líka æfingin frá 20. mars þegar gaus á Fimmvörðuhálsi og sama svæði var rýmt. Ekki liðu nema 25 mínútur frá því að ákveðin var allsherjarrýming þangað til fyrstu gestirnir komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla. Þar voru á ferð verkamenn sem vinna við gerð Landeyjahafnar fyrir Suðurverk, um 30 manna hópur. Upp úr því tók að drífa að fólk úr sveitunum, síðast úr Landeyjum, en þar varð einhver töf á því að boðun bærist á bæi frá Almannavörnum. Upp úr klukkan fimm voru um 100 manns í húsinu, en ekki létu allir ílengjast þótt þeir kæmu þar til að skrá sig og láta vita um ferðir sínar, heldur héldu áfram til ættingja eða þar sem húsaskjól var í boði. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði rýmingu á svæðinu hafa gengið mjög vel, en aðgerðum var stýrt bæði frá varðstöð lögreglunnar á Hvolsvelli og aðgerðastöð björgunarsveitarinnar á Hellu. Kallaðir voru út allir lögreglumenn sýslunnar, auk þess sem á svæðinu voru að störfum lögreglumenn frá Selfossi, Reykjavík og úr sérsveitinni. olikr@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira