„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ 16. apríl 2010 06:00 Létt yfir fólki Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma.mynd/egill bjarnason „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira