Nýjar valdablokkir munu rísa 29. desember 2010 15:00 Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um lægri verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um lægri verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira