Glitnir lánaði Baugi og FL Group 80 prósent af eiginfé 12. apríl 2010 12:12 Baugur og FL Group fengu 80 prósent af eiginfé bankans. Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. Það sem er mjög frábrugðið varðandi útlán Glitnis til hópsins er sú breyting sem varð á útlánafyrirgreiðslum Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila eftir að stjórnarskipti urðu vorið 2007. Þau stjórnarskipti urðu eftir að aðilar tengdir Baugi og FL Group juku verulega við eignarhlut sinn í bankanum. Á seinni hluta árs 2007 og í byrjun árs 2008 tæplega tvöfölduðust útlán móðurfélags Glitnis til Baugs og þeirra félaga sem töldust Baugi tengd samkvæmt aðferðafræði rannsóknarnefndar Alþingis. Útlánin fóru úr því að vera um 900 milljónir evra vorið 2007 í tæpa 2 milljarða evra ári síðar. Nokkuð stór hluti þessarar útlánaaukningar var til Baugs sjálfs og FL Group, sem var stærsti hluthafi bankans, en hæst fóru útlán til hópsins yfir 80% af eiginfjárgrunni bankans. Svipað mynstur sést hjá fjárfestingarfélaginu Fons hf., en Fons átti í miklu samstarfi við Baug og FL Group og félögin áttu til að mynda sameiginleg fjárfestingarfélög. Mestur hluti útlánaaukningarinnar til Fons varð í ágúst 2007, eftir að verulega fór að þrengja að íslensku bönkunum og ekki síst Glitni. Rannsóknarnefndin telur því að Baugur, FL Group og Fons hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá Glitni banka hf. að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að Baugur og FL Group hafi reynt, í krafti eignar sinnar í bankanum, að hafa óeðlileg áhrif á stjórnendur hans. Rétt fyrir fall bankanna leitaðist Glitnir við að gæta hagsmuna sinna gagnvart Landic Property ehf., vegna þeirrar stöðu sem bankinn taldi félagið vera komið í. Jón Ásgeir Jóhannesson brást þá ókvæða við sem aðaleigandi Stoða, stærsta eiganda Glitnis og Landic Property samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. Það sem er mjög frábrugðið varðandi útlán Glitnis til hópsins er sú breyting sem varð á útlánafyrirgreiðslum Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila eftir að stjórnarskipti urðu vorið 2007. Þau stjórnarskipti urðu eftir að aðilar tengdir Baugi og FL Group juku verulega við eignarhlut sinn í bankanum. Á seinni hluta árs 2007 og í byrjun árs 2008 tæplega tvöfölduðust útlán móðurfélags Glitnis til Baugs og þeirra félaga sem töldust Baugi tengd samkvæmt aðferðafræði rannsóknarnefndar Alþingis. Útlánin fóru úr því að vera um 900 milljónir evra vorið 2007 í tæpa 2 milljarða evra ári síðar. Nokkuð stór hluti þessarar útlánaaukningar var til Baugs sjálfs og FL Group, sem var stærsti hluthafi bankans, en hæst fóru útlán til hópsins yfir 80% af eiginfjárgrunni bankans. Svipað mynstur sést hjá fjárfestingarfélaginu Fons hf., en Fons átti í miklu samstarfi við Baug og FL Group og félögin áttu til að mynda sameiginleg fjárfestingarfélög. Mestur hluti útlánaaukningarinnar til Fons varð í ágúst 2007, eftir að verulega fór að þrengja að íslensku bönkunum og ekki síst Glitni. Rannsóknarnefndin telur því að Baugur, FL Group og Fons hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá Glitni banka hf. að því er virðist í krafti eignarhalds síns. Þá eru einnig sterkar vísbendingar um að Baugur og FL Group hafi reynt, í krafti eignar sinnar í bankanum, að hafa óeðlileg áhrif á stjórnendur hans. Rétt fyrir fall bankanna leitaðist Glitnir við að gæta hagsmuna sinna gagnvart Landic Property ehf., vegna þeirrar stöðu sem bankinn taldi félagið vera komið í. Jón Ásgeir Jóhannesson brást þá ókvæða við sem aðaleigandi Stoða, stærsta eiganda Glitnis og Landic Property samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira