Krugman: Kreppukraftaverk Íslands 1. júlí 2010 11:42 Paul Krugman. Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman, sem hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði fyrir tveimur árum, skrifar um heimskreppuna og Ísland í dálki sínum á heimasíðu New York Times í gærkvöldi undir fyrirsögninni Kreppukraftaverkið á Íslandi. Hann segir einhverjar mestu efnahagslegu hamfarir sögunnar hafa dunið á landinu. Örfáir auðmenn hafi reist hér skammlíft fjármálaveldi með ógurlegri skuldsetningu, sem almenningur þurfi nú að greiða fyrir. Krugman segir að hagkerfið hafi orðið hugmyndafræði frjálshyggju og einkavinavæðingu að bráð. Krugman segir þessar ótrúlegu hamfarir hins vegar jafnframt vera gæfu landsins. Vegna þess hvað staða Íslands var þröng og skuldir landsins miklar hafi það neyðst til að beita óhefðbundnum meðulum í baráttunni við kreppuna. Gjaldmiðlinum hafi verið leyft að húrra og gjaldeyrishöftum hafi verið komið á. Það sem Krugman á hér við er að vegna hruns krónunnar hafi halli á utanríkisviðskiptum breyst í afgang, og höggið sem kom á hagkerfið vegna samdráttar í neyslu því orðið mun minna en ella. Og hér kemur það sem vekur athygli Krugmans; þrátt fyrir að Ísland hafi upplifað verstu fjármálakreppu sögunnar hefur það tekið út vægari refsingu en önnur Evrópulönd. Á heimasíðunni dregur hann upp graf þar sem sést að samdráttur í landsframleiðslu og atvinnu hér á landi er mun minni en í löndum sem urðu fyrir sambærilegum eða vægari áföllum en Ísland. Hann segir boðskap sögunnar vera þann að ef ríki lenda í kreppu, þá sé eins gott að hún sé reglulega djúp. Annars sé hætt við að ríkin þiggi ráðleggingar sem valdi enn verri lægð. Grein Krugman má lesa hér.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent