Skriplað á skötu Haraldur Benediktsson skrifar 29. mars 2011 09:11 Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er skýrsla Ríkisendurskoðunar um vistun á verkefnum vegna landbúnaðarmála gerð að umtalsefni. Þar tekst ritstjóranum að blanda saman ólíkum málum og dregur þar af leiðandi kolrangar ályktanir. Ríkisendurskoðun ber að veita aðhald og eftirlit. Í haust sendi stofnunin frá sér úttektarskýrslu um framkvæmd nefndra verkefna. Í þeirri skýrslu, og þeirri sem nú er til umræðu, er ekkert annað sett fram en að Bændasamtökin ræki verkefni sín af ábyrgð og athugasemdalaust. Það er beinlínis rangt að halda því fram að BÍ fari með eftirlit með sjálfum sér. Yfirvöld hafa falið Bændasamtökunum hlutverk. Ef það þykir ástæða til að endurskoða það, þá er það gert. Það er misskilningur að halda að verkefnin skipti félagsskapinn höfðuðmáli, þau eru vel skilgreind en ekki félagslegt starf bænda sem er fjármagnað með öðrum hætti. Bændasamtökin hafa sagt að ef það er vilji til að endurskoða núverendi fyrirkomulag þá séu þau reiðubúin til þess. Það hefði verið mun alvarlega ef Ríkisendurskoðun hefði komist að því að Bændasamtökin hefðu ekki rækt skyldur sínar. Við vinnslu skýrslunnar fengu samtökin hana til umsagnar en sjónarmiða bænda er ekki getið. Þar voru tíunduð viðhorf og athugasemdir BÍ til málsins en umsögnina má nálgast á vef samtakanna, bondi.is. Megintilgangur ritstjórans tengist þessu málefni varla nema lauslega. Það skal reynt að sverta Bændasamtökin og málið sett í samhengi við ESB-umsókn stjórnvalda og afstöðu bænda í þeim efnum. Áður hefur verið snúið út úr varnarlínum BÍ vegna aðildarviðræðnanna, sérstaklega þeirri línu sem ber yfirskriftina "Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.“ Þar er eitt meginatriðið að "samtökum bænda verði jafnframt tryggð sambærileg staða og nú“ eins og segir orðrétt í ályktun Búnaðarþings. Þarna kýs leiðarahöfundur að draga þá ályktun að varnarlínan eigi við um rekstur og ríkisstyrki til Bændasamtakanna, sem er alrangt. Í varnarlínunni er ekki átt við að BÍ séu tryggð stjórnsýsluverkefni og þ.a.l. fjármunir. Farið er fram á að stjórnvöld tryggi félagslega stöðu bænda, þ.e. að aðild að ESB raski ekki rekstrarforsendum þeirra sem hafa fjárfest í framleiðslutækjum og greiðslumarki - byggt upp bú sín upp í góðri trú og í samræmi við gildandi stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Verði samningur gerður þarf að útfæra afkomutryggingu sem taki mið af afskriftartíma fjárfestinganna. Með samtökum bænda er ekki einungis átt við Bændasamtökin því einnig er átt við framleiðendafélög, s.s. afurðastöðvar, sem hafa ákveðnu hlutverki að gegna innan ESB. Samtökin verða að hafa sömu möguleika á því að gæta hagsmuna sinna og áður, m.a. með því að tækifæri til tekjuöflunar verði ekki skert frá því sem nú er. Meginatriðið er að Bændasamtök Íslands eru mótfallin aðild að ESB. Þau hafa hins vegar kosið að móta lágmarkskröfugerð fyrir íslenskan landbúnað. Þær kröfur tengjast á engan hátt niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar og verður að gera skýran greinarmun þar á.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun